Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

5.30.2004

Stúdent!!!

Jamm "Dröfn, komin í höfn" eins og sagði í einu kortinu! Dröfn er barasta orðin stúdent! Hah, ekki amalegt það! Jamm það var nú alveg heljarinnar prógramm í kringum þessa útskrift! Finna föt, fara í klippingu/strípur, þrífa húsið, redda veitingum ofl. ofl. ofl.! Gekk samt allt vonum framar og dagurinn var í einu orði sagt FRÁBÆR! Veðrið var meira að segja bara þokkalega skaplegt! Þessi dagur mun seint gleymast, sem og dagurinn eftir (þ.e. dagurinn í gær). Svo ég útskýri það örlítið þá leyfði ég mér að sofa fram að hádegi og slappaði svo bara af fram að kvöldmat. Þá var nebbla komið að hinu bráðskemmtilega Júbílantaballi, þ.e. afmælisárgangar útskrifaðir úr MR sem og nýstúdentar hittust á Súlnasal og dönsuðu og skemmtu sér fram í rauðan dauðan, svo var það pulla á Bæjarins Bestu og heim til Óla í smá tjill og svo bara skriðið undir sæng og sofið eins lengi og ég mögulega gat! Yndislegt! En þrátt fyrir allt varð ég fyrir miklum vonbrigðum þegar ég opnaði ísskápin þegar ég vaknaði! EKKERT TIL!!! Mamma og pabbi fóru upp í sumarbústað þegar ég var á ballinu og þau tóku ALLT með sér!!! Alla afgangana úr veislunni, allt nammið.... ALLT!!! Pirr pirr... en það er allt í lagi ég er að fara upp á Minna og fæ að borða þar :) Og kannski maður fari bara líka á hestbak? Aldrei að vita. Það er eins og maður svífi á einhverju gleði skýi þessa dagana! Ekki leiðinlegt það! En ég er þá bara farin að láta mér líða vel eða bara láta mér leiðast því það er svo langt síðan ég hef leyft mér það... gæti orðið skemmtilegt?
En ég segi bara GLEÐILEGT SUMAR... hafið það gott.
Arrivaderci...

5.26.2004

Ví ví ví... samt ekki ví eins og Verslunarskóli Íslands!

Ónei ekkert versló bull!!! Og í rauninni ekkert skóla bull! Ég er hér um bil búin með MR! Á bara eftir að sækja plaggið sem staðfestir það! Voðalega er nú gott að vera búin þó þetta hafi nú ekki verið eins og best hefði verið kosið, en þetta er búið :)
Jebb þá blasa við snúningar og reddingar í nokkra daga og svo er það bara good old Iceland!!! Jamm og það sko the highlands of Iceland! Það verður yndi að kíkja upp á fjöll að viðra sig pínu! Æðó pæðó! En nú er ég sko alveg búin, fór illa sofin í party til Gunna í gær, fór seint að sofa, vaknaði tiltölulega snemma og stóð í snúningum allan daginn, fór í matarboð og svo á hestbak! Þetta plús upp söfnuð prófaþreyta gerir það að verkum að ég þrái ekkert meir akkúrat núna en að fara undir sæng og loka augunum. Hey góð hugmynd! Ég er farin, heyri í ykkur seinna... hafið það gott og sofið rótt.
Gónó!

5.22.2004

Ojjjj ojjj ojjj!!!!

Maður myglar!!! Þetta er ógeðslegasti lærdómur sem maður fer í gegnum í hvert sinn sem haldin eru próf í MR!!! Ojjj ojjj ojjj! Sitja og læra reglur, að sanna þær og skilgreiningar daginn inn og daginn út er bara hreinn vibbi. Þetta er ekkert leiðinlegt námsefni en að þurfa að sitja svon alveg pikk fastur, límdur við þetta er það sem gerir mann ALVEG CRAAAAZZZZYYYY! Síðasta skiptið, right? Jæja ætli ég hafi ekki næga útrás í bili?
En ég GET EKKI BEÐIÐ eftir því að klára þessi próf á mánudaginn einhvern tíman um/eftir hádegi!!! Ohhh hvað það verður LJÚFT!!! Og ég get ekki beðið eftir að komast í búðir að kaupa mér útskriftarföt. Fór nebbla í stúdentsveislu til Rakelar vinkonu minnar á Hvolsvelli í gær og þurfti náttla að finna gjöf handa dömunni. Ég fór í prófamyglunni í Kringluna að leita að gjöf og gekk það bara nokkuð vel. Þar hitti ég Boggu sem var að klára munnlega stærðfræðiprófið sitt og átti þá bara eitt lítið íslenskupróf eftir! Og hún var þarna að leita sér að útskriftardressi! Ohh hvað mig langaði að skipta við hana... ég meina það hefði alveg virkað! Hún búin að læra fyrir stærðfræðina og ég fyrir íslenskuna! Hefði einhver tekið eftir því??? Neeehhh....! En nú er ég farin... alltof mikið eftir til þess að vera eitthvað að slugsa á netinu!!
Heyrumst eftir próf!!!! Vívíví!!!
Bæ!

5.18.2004

Allt annað en skólabækur!

Jamm ég er að hugsa um eitthvað allt annað en skólabækurnar þessa dagana! Þannig er að mig er farið að dreyma ískyggilega mikið um sumarið... ég er að fara upp á fjöll... af hverju hlakkar mig svona til??? Ég fór meira að segja í Húsasmiðjuna áðan að kaupa mér flíspeysu fyrir sumarið! Ekki nóg að eiga bara eina! Þetta er agalegt! Já og svo er ég komin með orðið agalegt á heilann! Á örugglega eftir að segja það í íslenskuprófinu á morgun!!! En af hverju hlakka ég svona til að komast upp á fljöll... fæ ekki einu sinni að hitta Sigga nema mjög takmarkað og skemmtilegasti maður sem ég þekki... ætti nú ekki að hlakka til að stinga hann af! Ég verð ekki einu sinni í síma sambandi alla daga!!! Hvað er málið??? Kannski er staðan bara orðin sú í dag að allt er betra en að sitja inni í góða veðrinu að læra! Rakel vinkona er að fara að útskrifast næsta föstudag. Ég er svo stolt af henni... veit reyndar ekki alveg hvað hún ætlar að gera næsta vetur en ég veit að hún stefnir á að fara í arkítektúr... einhvern tíman á ævinni! Vona að hún láti verða að því, þá getum við unnið saman sem arkítekt og verkfræðingur:)
En jæja... þýðir ekkert að vera að snakka um eitthvað sem á bara eftir að koma í ljós... þarf víst að klára þennan skóla fyrst áður en ég get farið að láta mig dreyma um komandi ár!
Ég er hætt þessu bulli... heyri í ykkur síðra og vona að ykkur gangi betur að halda athyglinni yfir bókunum!¨
Sí jú leiter gæs!

5.15.2004

Nú sér sko fyrir endan á þessu!

Jamm var í þriðja síðasta prófin í morgun. Gekk ekki alveg jafn vel og ég vonaði þar sem prófið reyndist vera frekar þungt og allir voru kvartandi og kveinandi þegar út var komið. En það besta er að það er búið!!! '
Þá eru bara munnlegu prófin eftir sem er bara æðislegt. Ég er reyndar að verða pínu stressuð fyrir þessari stærðfræði þar sem það er allra síðasta próf og það verður erfitt að halda sér við efnið alla leið til enda. En það er nauðsynlegt. Þessi stærðfræði er nú heldur ekkert leiðinleg svo það hjálpar pínu.
En nú eru það bara tónleikar eftir smá... svaka gaman. Svo ætla ég að leyfa skólabókunum að fá smá frí frá mér í kvöld og gera eitthvað allt annað... kominn tími til! Hvað myndu skólabækur annars gera í frítíma sínum? Ætli þær baktali mann... "ohhh hún er svo vitlaus, þurfti að lesa bls. 35 tíu sinnum til að skilja hana" eða eða "ohhh hún er svo lengi að lesa, ef hún væri ekki svona lengi að lesa þá væri ég sko löngu farin í sumarfrí til Spánar". Þessar skólabækur, algjörlega óútreiknanlegar! En þær fara nú alveg að losna við mig...
Hey já... mæli með því að fólk prófi að drekka gos með eyrnatappa þegar því leiðist... getur lífgað upp á daginn. Þau eru nebbla alveg ótrúleg þessi sms sem berast mér úr öllum áttum í prófatörninni... skemmtilegar pælingar, uppgötvanir og annað slíkt sem fólk vill deila með mér, það er æðislegt!
En blási blás... tónleikar!
Heyrumst síðar!

5.13.2004

Já já... það nálgast!

Jamm og jæja það nálgast... endalok þessarar endavitleysu! Ohh hvað það verður notalegt!!! En segið mér nú eitt... veisla ekki veisla? Veislan gæti orðið heljarinnar partý og "at the same time" vesen og stress þó að foreldrar mínir lofi öðru. Ef ekki veisla gæti verið gott að fara út að borða með fjölskyldunni en það gæti orðið bara svolítið tómlegur dagur og þó... alveg nóg að gera þennan dag hvort eð er og búin að fá boð í aðra veislu? Hvað segið þið??? Hvað á ég að gera? Æ kemur allt í ljós.
Ég vil hér með þakka Konna enn einu sinni fyrir hans afar faglegu hjálp á tölvusviðinu. Eins og þið sjáið er komin svona mynd af mér hér til hliðar... Krítarmynd (þess vegna er ég svona útfjólublá!). Án Konráðs hefði mér ekki tekist að setja hana inn! Takk Konni :)
En í kvöld ætla ég að gerast smá menningarviti... skella mér á smá tónleika listahátíðar. St.Basil karlakórinn heldur hálftíma tónleika fyrir starfsmenn Landsvirkjunar og þar sem faðir minn stakk af ásamt bróður mínum til Boston fyrir tveimur tímum vantaði mömmu deit á tónleikana! Ekki amalegt það... vona ég!
Já og svo er það bara Júróvisjon á laugardaginn, hah! Já ég er búin að lofa mér í reiðtúr með manni sem vill sérstaklega fara þennan reiðtúr til þess að losna við allt fárið í kringum þetta! Annars hef ég ekkert þannig lagað á móti þessari keppni og vona meira að segja að Þjóðverjar vinni, þ.e.a.s. ef söngvaranum tekst vel til á keppninni sjálfri... flott lag... reyndar eitt af þeim fáu sem ég hef heyrt! En Íslendingum tekst alltaf að fara yfir strikið þó þeir reyni að vanda sig. Ég kúgaðist hreinlega um daginn þegar ég heyrði einhverja auglýsingu í útvarpinu sem endaði eitthvað á þessa leið: "Áfram Ísland, Áfram Jónsi!" Lítur voða sakleysislega út svona en hvernig maðurinn sagði þetta.... oj! Nóg um það!
Fyrst að ég er í svona miklu stuði við að skrifa (koma-mér-undan-því-að-læra heilkennið) þá langar mig nú að auglýsa smá kammertónleika í Háteigskirkju á laugardaginn kl. 14. Blásaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík heldur smá tónleika og mun ég taka þátt í þremur atriðum, öllum mjög flottum. Komi þeir sem geta og vilja! Fríkeypis!
En nóg af ég-nenni-ekki-að-læra blaðri... mér er víst ekki til setunnar boðið!
Kveð í bili... heyrumst síðar!

5.11.2004

Jáh...!

Þetta er allt að hafast með þessi próf! Allt þetta snúna búið, þ.e. stærðfræðin og eðlisfræðin. Þá eru bara próf úr fögum sem maður-þarf-ekki-að-hugsa-í eftir. En það þýðir ekkert að maður geti bara slappað, ónei... það er hellingur sem á eftir að lesa! Og af hverju er ég ekki að því? Sennilega vegna þess að mér finnst ekki skemmtilegt að lesa.... ég veit ekki!
Ég hef nú eiginlega ekki neitt að segja en ég er svona að reyna að laga þessa síðu aðeins til og gera hana svona meira að minni... fattiði? Æ skiptir ekki máli... ég er bara að grúska aðeins í html kóðanum... reyna að gera eitthvað sniðugt! Jamm ætli ég kíki ekki aðeins á það? Jújú... við heyrumst bara síðar, bæjó!

5.10.2004

Jamm og jæja... ætli ég láti mig hafa það?

Jamm... þetta bloggleysi er alveg að fara með mig í­ prófunum! Þó ég hafi haldið það út í­ jólaprófunum þá er þetta einhvern veginn bara alltof erfitt! Enda næstum mánuður sem fer í þessi blessuðu próf. En já ég ætla að gera smá tilraun... einu sinni enn... með þennan blogger. Elfa benti réttilega á það að blogger hefur tekið töluverðum breytingum, fengið svona "netta" andlitslyftingu... Ég vona að okkur eigi eftir að semja betur nú í­ þetta skiptið. Ég held ég reyni lí­ka að halda mig við þetta út þetta sumar þar sem það verður hvort eð er lí­tið um blogg. Ég er nebbla að fara að vinna uppi á­ fjöllum og gefst þess vegna ekki tækifæri til að kí­kja á netið á hverjum degi. En já ætli ég láti þetta ekki bara nægja í bili... þarf ví­st að læra meira!!! Ég held ég óski bara sjálfum okkur, mér og blogger, velfarnaðar á nýju vefsvæði :)
Heyrumst síðar...