Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

11.28.2004

MR-ingar til Mexíkó!

Jamm ég gleymdi að nefna það hérna í síðustu færslu að ég fór inn á http://framtidin.mr.is í síðustu viku og datt þar inn á umræðuvef um 5.bekkjarferðina. Ég mæli nú bara með því að fólk lesi það frá upphafi til enda... mjög svona hvað á maður að segja... æ þið verðið bara að lesa það sjálf til að fatta hvað ég er að fara! En svona til að setja ykkur inn í málið þá var víst kosið um að fara til Krítar, Slóveníu og Mexíkó. Krít var víst ódýrasti kosturinn, einhver 70.000 kall og sami pakki og við fórum í. Í Mexíkó er allt innifalið.... 5 stjörnu hótel með mat og drykk allan tímann og kostar þetta aðeins 140.000kallinn!!! Já á umræðuvefnum eru miklar rökræður um það hvor kosturinn yrði ódýrar eftir allt... Krít eða Mexíkó??? Jú fólk vill kannski fara í einhverjar skoðunarferðir og verður kannski svoldið þreytt að borða alltaf á þessum sömu þremur veitingarstöðum á hótelinu í 2 vikur??? Að þurfa alltaf að borða úti og langt niður í bæ á Krít kostar líka sitt... og samkvæmt ræðumönnum á umræðuvefnum gæti upphaldskosnaður á Krít farið upp í 70.000kr. og þá er orðið jafn dýrt að fara til Mexíkó sem á að vera miklu meira spennandi.
Spennandi að fylgjast með þessu og skemmtilegt að lesa þessa umræðu... hvorugir ná að gera nógu vel grein fyrir máli sínu eða vilja ekki hlusta á það sem hinn var að segja og snúa út úr!!! Ótrúlega fyndið allt... Smá svona menntaskólastemmning ;)
Tékkið endilega á því...
Annars var það ekki fleira! Heyrumst bara síðar...
bæbb

11.27.2004

Jólaskapið!

Jæja hvað er títt? Það er gott að hafa þráðlaust internet heima hjá sér þegar maður sparkar óvart svo fast í stól að maður getur ekki gert neitt annað en að leggjast upp í sófa að vorkenna sjálfum sér! Vá þetta var svoldið löng setning!!!
Það er nú svona hitt og þetta búið að gerast síðan síðast. Til dæmis fór ég í Thanksgiving matarboð á fimmtudaginn. Það var æðislegt og algjörlega eins mikið ekta og ég gat ímyndað mér! Allt eins og í sjónvarpinu, kalkúnn með ljúffengri stuffing, æðislega gott sweet potato-pie, trönuberjasósa og bara allt. Ég held ég geti sagt það fyrir víst að ég var ekki sú eina sem borðaði yfir mig af þessum veislumat... þetta var ótrúlega gott!
Ég ákvað að skrá mig í vísó sem var í gær en til þess að komast í hana þurfti ég að biðja Hring um að skipta við mig um tíma uppi í tónó. Það var ekkert mál en þar sem ég var nú ekkert með neitt svakalega mikið að æfa þessa vikuna ætluðum við Ásgeir að slútta tímanum með því að spila nokkra dúetta. Þegar Geiri er frammi á gangi að leita að dúettunum (sem hann btw fann ekki) birtist Hringur og við ákveðum að taka bara svona eins og eitt tríó. Vá hvað það var gaman... þetta var svona hálf-modernískt tríó með alls konar talningar challenge og vá það var bara rosalega gaman... svo gaman að ég missti af rútunni í vísó og endaði á því að fara keyrandi niður í Eimskip. Hitti Sigga niðri á höfn þar sem hann átti að fara að vinna (hjá Eimskip) og hann sagðist ætla að koma þegar hann væri búin í vinnunni. Ég sé hvar rútan kemur og elti mannskapinn inn. Stuttu seinna birtist Siggi aftur! Jebb hann var barasta kominn í vísó... heyrðu þá hafði hann víst verið látinn vita um morguninn (þegar hann var ekki alveg vaknaður) að hann þyrfti ekkert að vinna. Hjá Eimskip voru góðar veitingar og barasta fínasta fjör. Þá var haldið niður á Pravda og horft á Idolið og sötraður bjór. Svo var ég þar bara nánast það sem eftir var kvöldsins... og var allt í einu orðin "barnapía"... var ekkert alltof sátt við það en það reddaðist. Djammið fór semsagt aðeins út um þúfur við það að vera "barnapía" en annars barasta alveg ágætt. Ég meina þegar maður hefur varla djammað í hálft ár er það nú barasta fín tilbreyting allt í einu að rifja upp gamla og góða daga með bakkusi :)
En jæja.... jólaskapið er alveg að hellast yfir mig þessa stundina! Langar í alvörunni að fara að ryksuga og baka og svoleðis! Kannski ég láti bara verða að því? Eða ég fari bara að læra? Æ við sjáum til...
En jæja ég held ég sé búin að jafna mig í tánni eftir stólasparkið áðan og geti farið að labba um aftur svo það er bara komið að kveðjustund.
Hafið það gott og ekki gera eitthvað sem ég myndi ekki gera!!!
Bæjó

P.s. óska Jóa innilega til hamingju með árangurinn úti í France :)

11.17.2004

Jólasnjór?

Já ég vona það svo sannalega að þessi snjór eigi eftir að duga fram að jólum... eða alla vega að jörðin haldist hvít þar til þá! En ef ekki held ég barasta að ég leyfi mér að fara í smá jólaskap núna.... ég er hvort eð er í prófum fram til 21. des svo ég get alveg eins tekið smá út af jólunum núna áður en ég sekk mér alveg á bólandi kaf í jólapróf!
Þetta er yndisleg! Ég elska snjó! Snjórinn og ég ;)
En ég held að það elski ekki allir snjóinn jafn mikið og ég... síminn minn er þykjustu-dauður! Jebb hann vildi ekki opna augun í morgun og hefur ekki enn opnað þau! Ég hef lent í þessu áður en það hefur alltaf lagast um leið og ég fikta eitthvað í honum en núna vill hann ekkert með mig hafa!!! Málið er það að það er kveikt á honum og hann virkar sennilega að öllu leyti nema því að skjárinn sýnir ekkert! Ég gat hringt heim í morgun (þó að það hafi ekki sést á skjánum að ég hafi verið að hringja) og svo gat ég kveikt og slökkt á honum en ekkert gerðist! Ég held ég fari bara upp í símabúð á eftir og heimti nýjann!!! Hann er ekki einu sinni orðinn ársgamall þessi sími!!! Svo keypti Siggi sér alveg eins síma í sumar og skjárinn á símanum hans hefur alltaf verið mun betri.... miklu skýrari myndir og alles! Hann er örugglega eitthvað gallaður þessi sem ég á!
En að öðru... ég fann vettlingana mína aftur áðan! Mikið er ég glöð! Við erum sko að tala um skrýtnu vettlingana... þessa bleiku, brúinu, appelsínugulu og fjólubláu sem eru eins og broddgeltir! Ég gleymdi þeim einhvern tíman í haust í háskólabíói að ég hélt en hafði ekkert gert til þess að reyna að leita þá uppi... þurfti svosem ekkert svo mikið á þeim að halda fyrr en nú, en samt saknaði ég þeirra sárt. Svo fór ég niður í matsölu stúdenta í háskólabíó áðan... ætlaði að kaupa mér eina kókó-mjólk og sé þessa rosalegu röð, á klink svo ég ákveð að troða mér framfyrir í röðinni!!! Næ mér í kókó-mjólk og lendi einhvern veginn á bakvið búðaborðið vegna mannfjöldans inni í þessari litlu matsölu og rek þá augun í eitthvað kunnulegt sem liggur eitt og einmana í stórum kassa.... OG viti menn? Voru þetta ekki bara mínir ástkæru vettlingar??? Jújú ég er nú hrædd um það! Ég var svo glöð að ég teygði mig ofan í kassann eftir vettlingunum og geðshræringu minni gleymdi ég að borga fyrir kókó-mjólkina!!!! (Nei samt ekki.... gerir söguna bara ennþá meira krassandi ;) ) En nú er ég líka staðráðin í að passa vel upp á vettlingana mína.... því ég týndi vettlingunum hans pabba líka um daginn niðri í háskóla! Er ekki ennþá búin að segja honum það og er bara að spá í að kaupa bara nýja handa honum... enda voru það svo sem ekkert merkilegir vettlingar, bara svartir flísvettlingar! Skrepp í Byko eða eitthvað á eftir til þess að redda þessu fyrir kallinn.
En jæja ég veit ekki hvaðan þessi ritræpa kom... en hún dugði aldeilis vel í eina bloggfærslu að þessu sinni! Ég held að kvótinn sé samt búinn í dag.
Hafið það gott nær og fjær.... og gleðilegan jólasnjó :)
Bless í bili

(P.s. ég borgaði kókó-mjólkina ef þið voruð ekki búin að átta ykkur á því!)

11.10.2004

Nýir linkar!

Jebb mín gerðist bara dugleg og uppfærði bloggaralistann hér til hliðar ------->
Kannski ekki bara nýir linkar því þetta eru líka gamlir linkar sem ég var ekki búin að setja inn... fyrr en nú! En athugið að hún Rut er farin að blogga! Gaman að því ;)
Ég sá fram á að þessi vefsíða sem ég er búin að lofa svo lengi sé ekkert á leiðinni alveg á næstunni! Kannski ég dundi mér bara við það á milli jóla og nýárs. Ég á alla vega ekki von á að ég fái neina vinnu í jólafríinu sökum þess að ég er ekki búin í skólanum fyrr en 21.des!
En jæja ég ætla nú ekki að blaðra eitthvað mikið núna... hef víst nóg annað að gera!
Sí jú leiter!
Bæjó

11.05.2004

Lítið sem ekkert!

Jebb... ég held ég hafi svo sem eiginlega ekki neitt að segja núna! Skólinn bara alltaf á fullu og stoppar aldrei en það sama er nú ekki hægt að segja um mig! Ég er búin að vera svo slöpp eitthvað síðustu vikuna... og stefnir í vikurnar! Ég hef ekki getað vakað í öllum tímum dagsins eins og mér hafði tekist svo vel hingað til og þetta er bara allt á hraðri niðurleið hjá mér og þykir mér það afar miður! Ég hef meira að segja skroppið í nærliggjandi hús í götum mínum og skriðið undir sæng! Og já kannski náð einhverjum klukkutíma svefn í hvert skipti sem dugir þó skammt... en þó til að lifa af skóladaginn! Mamma keypti einhverja sport-þrennu um daginn því það var einhver sem lofaði henni því að hún yrði eins spræk og ég veit ekki hvað... hún hætti þó snarlega við að taka þrennunna þegar hún sá hversu strórar töflurnar eru og þegar hún fattaði að ein af þessum stóru stóru töflum var lýsisperla!!! Það er nebbla eins með mig og mömmu að við kúgumst og kúgumst þegar við sjáum þennan viðbjóð! En já nú er ég kannski komin örlítið út fyrir efnið því að það sem ég ætlaði að segja var að þar sem þessi sport-þrennu pakki stendur óopinn inni í skáp stendur mér til boða að nota hann að vild! Ég veit ekki hvort það eigi eitthvað eftir að gerast? Ég meina ég á engar góðar minningar um lýsi og lýsi er bara ógeðslegt! Svo hef ég líka frekar litla trú á svona vitamínum í töfluformi! Ég trúi því að maður eigi bara að borða hollan og góðan mat og þá þarf maður engar áhyggjur að hafa varðandi auka inntöku á vitamínum! En það er sennilega bara mín speki... vona bara að hún komi mér ekki í koll!
En jæja þá er að hrista af sér slenið og berjast fyrir lífi sínu í dæmatíma í Línulegri algebru og hnitarúmfræði!
Sí jú leiter gæs!