Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

12.31.2004

Áramót


Gleðilega hátíð öll sömul!
Ég hef ekkert nennt að blogga neitt undanfarið enda bara leyft mér að liggja í leti ;) En það er enn einu sinni komið að áramótum og maður verður sífellt eldri og eldri... verður orðið gamalmenni áður en maður veit af!!!
Annars hef ég nú svosem ekkert að segja! Nema kannski:
Gangið hægt um gleðinnar dyr í kvöld, notið hlífðargleraugun þegar þið skjótið flugeldunum og verið góð hvert við annað.
Ég sé svo 6-Y hressann og kátann á morgun... sparið ykkur í kvöld og ekki vera alveg ónýt á morgun!!! Ykkur hin sé ég vonandi sem allra fyrst á nýju og fínu ári... hafið það gott og heyrumst síðar....

Gleðilegt ár!

12.22.2004

Búin en samt ekki nærri því búin!

Jebb... ég er búin í prófunum sem er gott en ég á eftir að kaupa allar jólagjafir nema eina! Þetta verður strembinn dagur. Ég er samt svona búin að vera að velta fyrir mér hvað ég get keypt handa liðinu... veit ekkert hvað ég á að gera!!! Vona samt að mér takist að klára þetta í dag.
En heyriði 6.Y-ingar! Ekki voruð þið svo sniðug að geyma e-mail listann sem ég sendi ykkur fyrr í vetur? Ég nebbla veit ekkert hvað ég gerði við minn!!!! Hversu slæmt er það? Þarf alla vega að fara að senda út póst á þetta lið nema að þið viljið taka það að ykkur... og að redda partýi? Við verðum alla vega að ákveða eitthvað... þó það væri ekki nema bara að hittast á kaffihúsi (þó ég kjósi nú frekar partý!). En já ef við færum á kaffihús gætum við boðið Kristínu með okkur og hún gæti sagt okkur nýjustu stubba-sögurnar!!!!
En jæja... nú er það jólagjafaleiðangur! Heyrumst síðar!
Bæbb

12.13.2004

Nú skal sko mass´etta!

Jebb... ég er að fara í stærðfræðigreiningarpróf á morgun... ég held ég sé nú orðin svona nokkuð "seif" á fyrri hlutanum... gæti sennilega gert eitthvað í seinni hlutanum eins og staðan er núna en ég hef samt allt kvöldið og fyrir hádegi á morgun til stefnu svo ég er bara óvenju bjartsýn miðað við að vera að fara í stærðfræðipróf!!! Eðlisfræðiprófið gekk ekkert alltof vel... samt bara svona eins og við var að búast! Það býr eitthvað svona "karma" í mér! Þegar ég er að lesa eðlisfræðina þá er þetta allt svo augljóst og mjög skiljanlegt. Ég get reiknað dæmin þegar ég er heima hjá mér en þegar ég kem í próf.... ó nei Stína mín! Ég fer gjörsamlega í flækju á svona eðlisfræðiprófum!!!! Og ekki verður það neitt skárra þegar prófið er langt og ég þarf að flýta mér! En ég vona að ég nái samt... nenni ekki að berjast við þetta karma oftar en ég þarf!
En já eftir prófið á morgun á ég bara 2 próf eftir (sem sagt... ég á ennþá 3 eftir!). Það verður yndislegt að klára prófið á morgun því þá eru bara skemmtileg próf eftir ;) Og svo koma jólin bara! Þetta verða samt eitthvað aðeins öðruvísi jól en venjulega. Bróðir minn verður að vinna... í Brasilíu og mo&pa hafa ákveðið að vera ekki með hamborgarahrygginn þetta árið... sennilega verður kalkúnn eða jafnvel bara piparsteik, bæði mjög gott svo ekki kvarta ég!
En jamm... það verður kannski frekar lítið úr lestri í kvöld ef ég held áfram að blaðra hér því ég gæti örugglega skrifað langann langann pistil um akkúrat ekki neitt þessa stundina!!!
En ef ég heyri ekki í ykkur fyrir jól....
Gleðileg Jól
Hafið það gott og borðið yfir ykkur... ;)
Sjáumst...

P.s. 6-Y verður að fara setja partýstemmninguna af stað... hvað segiði um partý 2. í jólum? Hver vill halda?

12.09.2004

Jólaprófablogg!

Jebb það er komið að því... jólaprófin eru hafin! Ég fer nú reyndar ekki í fyrsta prófið mitt fyrr en á laugardaginn en undirbúningur stendur yfir. Ég er samt eitthvað voða róleg í tíðinni eins og oft áður.... kannski er það að ég er svo mikið að reyna að yfirbuga stressið, slaka á og ekkert óþarfa stress að ég hreynlega læri voðalega lítið... enda myndi það auka stressið verulega!!!! Nei ég segi svona. En þetta er samt alveg hætt að vera sniðugt þetta með mig og próf. Ég held ég verði að fara að leita hjálpar... eftir próf... hef ekki tíma í það núna. Reyni frekar bara að gera þetta sjálf núna, fylgja öllum þeim reglum sem prófstressaðir eiga að fylgja og hætta þá að blogga núna! Annars lyfti ég mér örlítið upp í gær... spilaði á fyrirbæri sem ég myndi kalla músíkfund af gömlum vana en kallast víst Miðsvetrartónleikar. Það tókst vonum framar þar sem ég hélt ég gæti ekki komið frá mér einum einasta tón vegna varaþurrkst og eymslum í vörum. Ég ákvað að taka þetta bara "on the safe site" og reyna ekki við einhverjar óþarfa gloríur. Það skilaði sér... ég komst í gegnum verkið stóráfallalaust en það var nú samt ekki upp á marga fiska??? En eftir að ég hafði lokið lúðraþyt mínum á sal Tónlistarskólans í Reykjavík hélt ég niður í sal Ráðhúss Reykjavíkur og hlustaði á glimrandi góða jólatónleika með Stórsveit Reykjavíkur. Það var afar ánægjulegt og hressandi í skammdeginu :) Svo fór ég bara heim að sofa... það var líka afar ánægjulegt í skammdeginu! Svo var vaknað tiltölulega snemma í morgun og bækurnar opnaðar. Og nú er pásan mín frá bókunum búin svo ég verð að kveðja að sinni. Við heyrumst vonandi aftur fyrir jól. Set samt inn smá svona jólastemmningu fyrir ykkur og augun ykkar ;) Hafið það gott... bæjó! (Spæjó!)

12.02.2004

Hvað er ég að spá???

Já hvað er ég að spá? Ég bara spyr! Klukkan er orðin 1 eftir miðnætti og ég er eitthvað að asnast við að blogga! Af hverju er ég ekki að spara mína dýrmætu orku til morgun dagsins og af hverju er ég ekki farin að sofa, hlaða batteríin? En yfir höfuð hvað er ég barasta að gera á fótum svona seint? Æ þetta er nú kannski ekki svo seint. En það verður að teljast svoldið seint þegar ég hef ekki verið að gera neitt af viti síðustu klukkutímana, er drulluþreytt og hefði auðveldlega getað sofnað fyrir löngu síðan!
Ég held samt hvað það er sem "heldur fyrir mér vöku". Í fyrsta lagi vorum við að klára jarðfræðiverkefnið í dag og það var rosalega gott að ná því loksins. Var orðin svona svoldið pirruð á þessu... þetta gekk svo hægt. En svo er það hitt ég get hugsað endalaust mikið um það hvað ég ætti að vera gera en geri ekki. Svona eins og hvað ég gæti verið að læra, það eru nú ekki nema 10 dagar í fyrsta próf!!! Kannski er eitt í viðbót sem er að hrjá mig núna. Ég get hlustað endalaust á þetta kvintett stykki sem við erum að fara að spila því nú er ég komin með nótur af því!!! Er reyndar ekki ennþá farin að prófa að spila það sjálf en það gerist fljótt! En jæja... já jæja! Ég held ég þurfi ekki að segja meira.... ég er farin að sofa... loksins!
Hafið það gott og gangi ykkur vel í prófunum :)