Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

8.31.2004

Háskóli... here I come!

Jebb búin að fara til Köben og skemmti mér alveg hreint ágætlega (ágætt er betra en gott muniði!), borðaði góðan mat og slappaði af auk þess sem við tókum einn villtann dag í Tivoli. Byrjaði í skólanum í dag og þetta lítur alveg hreint ágætlega út. Komst samt að því að ég þarf að vera að minnsta kosti 2x í viku í tónlistarskólanum svo það verður alveg mikið meira en nóg að gera... eins og fyrri daginn! Æ ég er einhvern veginn svoldið tóm svo ég held ég láti þetta bara gott heita núna og líti við einhvern tíman seinna þegar betur liggur á mér.
Heyrumst

8.26.2004

Halló halló hvað er að gerast!

Já já ég er að segja ykkur það að héðan í frá verður önnur hver færsla EKKI frá Búrfelli! Jamm hef lokið sumarstarfinu þetta sumarið og því komin tími á vetrarleg störf.... Skóla! En fyrst lesendur góðir er það stutt helgarferð til Kaupmannahafnar eins og traustir lesendur ættu að vera kunnugir um. Ég er svona á síðustu metrunum við að pakka... og það er bara tannburstinn sem á eftir að hoppa ofan í töskuna :) Svo þarf ég nú bara að fara að halla mér þar sem ég þarf að vakna "uper"-snemma til þess að sækja minn ástkæra úr vinnunni þar sem ég hef bíl hins áður nefnda undir höndum (jah... sé það nú reyndar ekki alveg hvernig það er hægt að vera með bíl "aktjúallí" undir höndunum!!!!). Eins og þið kannski sjáið er þreyta og svefnþorsti í bland við örlitla eftirvæntingu farið að hafa áhrif á skrif mín og alla þessa þvælu sem vellur upp úr mér!!! Því held ég að ég ætti að láta hér staðar numið og kveðja ykkur öll (eins og það sé bara allur heimurinn sem les þetta!!) og biðja ykkur vel að lifa.
Bless í bili....

P.S.: Góða ferð Elfa og gangi þér vel í Köben.... viss um að þetta sé satt með dönsku strákana, mana þig alla vega til að athuga málið vel!

P.S.S.: Eingyn ábirð tekyn á stafsstetnyngarvyllum!!!

8.20.2004

Jájá... Búrfell vænan!

Sælt veri fólkið! Hvað syngur svo í mannskapnum??? Sumir byrjaðir í skóla og aðrir ekki, sumir að fara að byrja í skólanum og aðrir ekki, sumir ekki alveg að fara að byrja í skólanum en það styttist þó óðum í það að þeir byrji og svo eru það þeir sem ætla bara ekkert í skóla alveg á næstunni! Pæliði í þessu... það er bara ALLT að gerast! Sumarið er brátt á enda og hvað... enginn 6-Y til að taka vel á móti manni eftir "langt og strangt" sumar! Oneinei, svoleiðis er það nú aldeilis ekki, hver að skottast í sínu horni við það sem stefnan var tekin á þegar leiðir okkar lágu fyrst saman! Úfff.... þetta er nú að verða meiri vellan hjá mér! Ég ætla ekki að kvelja ykkur meir.
Vinnan er bara að verða búin og um leið og vinnan er búin verður haldið í stutt sumarfrí til Köben og svo er það bara Háskóli Íslands sem kallar! Var að prenta út stundatöfluna mína sem ég skil ekkert í ennþá þar sem það eru ekki komnir upp hópalistar eða neitt... veit ekkert hvenær ég á að vera í skólanum... veit bara hvenær ég á ekki að vera í skólanum! En sennilega mun ég alltaf byrja kl. 8:15 sem er svosem allt í lagi en svo gæti það farið svo að ég verði ekki búin fyrr en kl. 18:50 á þriðjudögum!!! Jah... þetta kemur sennilega bara í ljós fyrr eða síðar! Annars bara orðin nokkuð spennt, búin að fá mann mér til aðstoðar við að forrita heimasíðu um leið og ég fæ eitthvað heimasvæði! Og já þetta lítur bara allt mjög vel út! En jú svo er ég kannski líka svoldið spennt fyrir Köben. Ég verð í 4 daga og ég er með alveg þétt skipað plan yfir það sem á/þarf að gera! En fyrst og fremst verður það öl på Strikið! Æ kann ekkert á þessa tölvu... ætlaði að gera svona danskt ö og alles en skil ekkert í þessu! En jæja... át yfir mig áðan og er þess vegna orðin alveg rosalega þreytt og syfjuð (meltingin að taka alla orku frá mér!) svo ég held ég skelli mér bara ofan í svefnpoka og lesi nokkrar blaðsíður í þessari draugasögu minni! Ég heyri bara í ykkur síðar, þótt síðar verði!
Hafið það gott, gangi ykkur vel í skólanum sem busar! Þið hin njótið lífsins, jú auðvitað þið líka sem eruð busar, ef þið getið!!! Sí jú, bæjó Spæjó!

8.12.2004

Hiti&sviti!

Jebb... ég er bara á réttum stöðum á réttum tíma! Var í sundi í Árnesi þegar hitametið var slegið þar og svo er maður kominn í bæinn þar sem það er nú aldeilis ekki leiðinlegt að vera akkúrat þessa stundina! Og ég er í fríi!!! Ligg bara úti á palli og svitna til helvítis!!! Smekklegt ekki satt! Vantar bara að skreppa til Egilsstaða og þá er ég orðin góð þetta sumarið! Annars var sko ekkert smá flott uppi á Fjallabaki í þessu veðri, Frostastaðavatn alveg spegilslétt þannig að maður sá himinn og fjöll speglast mjög fallega í vatninu... og líka þessi fjöll! Eitthvað annað en gamla gráa Esjan þó hún geti nú alveg verið ágæt greyið! Veit nú eiginlega ekkert hvað ég hafði hugsað mér að skrifa um annað en dýrlega veðrið en ég geri ráð fyrir að allmargar bloggfærslur landans eigi einmitt eftir að dásama þann sama hlut! Þá vona ég nú bara að þið hafið það gott og passið ykkur á því að brenna ekki í sólinni. Ég sé ykkur kannski einhvers staðar í sundi, hver veit? En jamm ég held ég höndli þennan hita ekkert mikið lengur svo ég fer örugglega að stinga af inn í skuggann. Sí jú gæs!