Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

1.20.2005

9 tímar og 10 mínútur

Hvað segir þessi fyrirsögn ykkur? Jú einmitt það að þið verðið laus við mig úr landi eftir nákvæmlega þennan tíma (gefið að það verði engin seinkun á fluginu) þegar þessi bloggbútur er ritaður. Nánast allt tilbúið til að fara ofan í tösku. Upplýsingaöflunin sem fram fór á hinu gríðarstóra veraldarneti síðustu daga auk nokkurra mínútna sem fóru í það að skoða kort af borginni ættu að skila ágætis árangri í menningaleiðangrinum mikla til hinnar fögru borgar þar sem íbúar hafa sérlega litla þjónustulund (skv. Fréttablaðinu í dag). Jáh og þar sem ég hef nú lítið hitt minn ástkæra í vikunni sökum annríkis okkar beggja hef ég prentað út helstu upplýsingar um allt það markverðasta sem hægt er að skoða og útbúið einskonar ferðabækling fyrir hann að skoða í flugvélinni á leiðinni út (ef hann sefur ekki). Þá ættum við að geta valið það sem okkur langar helst að skoða. Ef hann sefur og les ekki bæklingin vel ég bara það sem við viljum skoða!!! Nei ætli hann viti ekki nokkurn veginn hvað hann langar til að sjá? En í alvöru talað held ég að ég hafi aldrei verið eins skipulögð fyrir neitt alla mína ævi eins og nú. Þó að það sé ekkert tímaplan þá er ég búin að tékka hvaða strætó og metró er best að taka til þess að komast hitt og þetta og hvenær hitt og þetta er opið og svoleiðis. Þetta verður æði sama hvernig það fer... nema kannski veðrið!
En jæja ekkert hangs! Verð að klára að pakka... sí jú on mondei!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home