Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

10.24.2004

Ótrúlegt en satt!

Já það er ótrúlegt en satt að það er ennþá til fólk í þessum stóra heimi sem les bloggið! Mér barst alla vega svona "þakkarorð" fyrir síðasta blogg :) Og viti menn þetta hafði slík áhrif að ég er farin að blogga aftur, í annað sinn í þessari viku!!! Já sá aðili sem var svona kátur með síðasta blogg hefur nú sjálfur heldur betur snúið við blaðinu á blogginu sínu og kom með krassandi sögu úr dagsins amstri, jah krassandi eða ekki krassandi? Þetta er alla vega allt í rétta átt skulum við segja!
Eiginlega eina ástæðan fyrir því að ég blogga núna er að ég var að klára heimadæmin mín í Línulegri algebru og rúmfræði sem mér þykir mikil gleði tíðindi. Reyndar á ég eftir að hreinrita þau en það mun nú ekki taka svo langan tíma.
Verst að maður þarf að sitja inni í þessu rosalega fallega veðri og læra, væri alveg til í að skreppa í göngutúr núna, eða jafnvel..... æ ég veit ekki alveg en þetta er alveg ekta skíðaveður... NEMA það vantar snjó!!! Úff en ef það væri snjór þá hefði ég örugglega bara gefið skít í öll heimadæmi og væri á skíðum, það kæmi sér nú ekki vel fyrir lærdóminn svo það er kannski bara gott að það sé enginn snjór!
En jæja... ég held að þetta sé komið nóg af bulli núna og ég ætti að fara að hreinrita heimadæmin og koma mér svo í næsta skammt af heimadæmum þar sem það verður langur skóladagur á morgun!
Hafið það gott og farið vel með ykkur, sjáumst síðar.... hress og kát.
Bæjó

10.21.2004

Jáh!

Jáh það má með sanni segja að það sé hreinlega með eindæmum hversu bagalegur þankaritari ég er orðin! Þetta hefur nú varla gerst í háa herrans tíð að ég bloggi ekki í langan, langan, langan tíma (fyrir utan í sumar þegar ég var náttúrulega löglega afsökuð í þeim efnum)... ég man nú bara eftir einni góðri bloggpásu alla mína bloggtíð... það var í jólaprófunum í fyrra þegar ég var tengd í gegnum upsaid og ég man að ég fékk margar áskoranir um að blogga eitthvað en ég stóðst þolraunina og bloggaði ekkert fyrr en prófin voru búin. Ég held samt að það fyrsta sem ég hafi gert eftir prófin hafi verið að blogga, bara klukkustundinni síðar! Jáh nú er öldin sko önnur! Ekki alveg eins metnaðargjörn og þá. En aftur á móti kemur að ég hef barasta verið mun duglegri við að stunda skólann, ég er alla vega farin að læra heima sem verður nú að kallast allgóðar framfarir... og vitið þið hvað? Ég held virkilega að maður uppskeri eins og maður sáir... ;) Nei svo slæmt var það nú kannski ekki alveg, þetta eru smá ýkjur en ástandið var samt mjög slæmt... ég skil varla ennþá hvernig ég fór að því að ná þessu blessaða stúdentsprófi og það var satt að segja ekkert svo hræðilegt!
En svo út frá þessum pælingum get ég sagt ykkur það að mér líkar verkfræðin alls ekki svo illa og ég held að ef mér mun ganga eins vel á jólaprófunum og ég vona að mér gangi þá eigi ég barasta eftir að útsrkifast sem umhverfis-og byggingarverkfræðingur eftir 3-3og1/2 ár. Já það væri ekki leiðinlegt! Samt er maður núna eitthvað aðeins að detta í grifju skammdegisins. Ég held að ég hafi aldrei náð að setja sama sem merki á þetta fyrr en nú, eða kannski meira svona leiðingar merki... skammdegi =>þreyta og slen! Það er farið að gerast ósjálfrátt að maður "sefur yfir sig" og leggur sig í 30 min. á daginn sem breytist síðan allt í einu í 2klst! Hef nú reyndar bara einu sinni lent í því nú síðan skammdegið fór að segja svona til sín að 30 min. breyttust í 2klst. Ég lærði af mistökunum... og þetta mun ekki koma fyrir aftur því þá er út um mig í vetur!
En jæja... ætlunin var ekki að over dose-a á blogginu heldur meira svona að láta vita að ég lifi enn, samt allt öðru lífi en fyrir ári síðan! Samt mjög gott og hamingjusamt líf sem ég lifi ef þið höfðuð einhverjar áhyggjur?
En nú er þetta barasta komið mikið meira en nóg og því kveð ég í bili og segi:
Bæbæ og hafið það gott öll nær og fjær!


10.02.2004

Nú er allt að gerast.... ha hvar?

Jebb hefði átt að sleppa því að monta mig svona mikið á því að ég væri byrjuð á þessari blessuðu heimasíðu! Það gengur ekkert og þegar ég skoða hana aftur finnst mér hún ekkert flott og ekkert eins og mig langar að hafa hana!!! Þannig að ég held að ég eigi eftir að rífa hana alla niður og reyna að byrja á nýrri, stærri og flottari! Ætla nú kannski að leita til einhverra fagaðila líka með þetta mál... þekki nokkra jú sí!
En annars er ég bara ekkert í neinum blogg fíling þessa dagana og nenni bara alls ekkert að blogga um daginn og veginn og svo ef það gerist eitthvað fyrir utan daginn og veginn þá er ég ekki þar, nenni ekki að skrifa um það eða það er barasta engan veginn nógu merkilegt til að komast á blogg (sbr. komast á blað!).
En jæja ákvað samt að blogga pínu á meðan ég var að bíða eftir prentaranum sem er að klára síðustu blaðsíðurnar af glósum í stærðfræðigreiningu IB. Og þá hef ég víst lítið meira að segja!
Hafið það bara gott, hvar sem þið eruð og hvað sem þið eruð að gera... passið ykkur á alkóhólinu og verið dugleg í skólanum!
Sjáumst síðar!