MR-ingar til Mexíkó!
Jamm ég gleymdi að nefna það hérna í síðustu færslu að ég fór inn á http://framtidin.mr.is í síðustu viku og datt þar inn á umræðuvef um 5.bekkjarferðina. Ég mæli nú bara með því að fólk lesi það frá upphafi til enda... mjög svona hvað á maður að segja... æ þið verðið bara að lesa það sjálf til að fatta hvað ég er að fara! En svona til að setja ykkur inn í málið þá var víst kosið um að fara til Krítar, Slóveníu og Mexíkó. Krít var víst ódýrasti kosturinn, einhver 70.000 kall og sami pakki og við fórum í. Í Mexíkó er allt innifalið.... 5 stjörnu hótel með mat og drykk allan tímann og kostar þetta aðeins 140.000kallinn!!! Já á umræðuvefnum eru miklar rökræður um það hvor kosturinn yrði ódýrar eftir allt... Krít eða Mexíkó??? Jú fólk vill kannski fara í einhverjar skoðunarferðir og verður kannski svoldið þreytt að borða alltaf á þessum sömu þremur veitingarstöðum á hótelinu í 2 vikur??? Að þurfa alltaf að borða úti og langt niður í bæ á Krít kostar líka sitt... og samkvæmt ræðumönnum á umræðuvefnum gæti upphaldskosnaður á Krít farið upp í 70.000kr. og þá er orðið jafn dýrt að fara til Mexíkó sem á að vera miklu meira spennandi.
Spennandi að fylgjast með þessu og skemmtilegt að lesa þessa umræðu... hvorugir ná að gera nógu vel grein fyrir máli sínu eða vilja ekki hlusta á það sem hinn var að segja og snúa út úr!!! Ótrúlega fyndið allt... Smá svona menntaskólastemmning ;)
Tékkið endilega á því...
Annars var það ekki fleira! Heyrumst bara síðar...
bæbb
Spennandi að fylgjast með þessu og skemmtilegt að lesa þessa umræðu... hvorugir ná að gera nógu vel grein fyrir máli sínu eða vilja ekki hlusta á það sem hinn var að segja og snúa út úr!!! Ótrúlega fyndið allt... Smá svona menntaskólastemmning ;)
Tékkið endilega á því...
Annars var það ekki fleira! Heyrumst bara síðar...
bæbb
1 Comments:
At 2:11 e.h.,
Ásdís Eir said…
Ég væri líklega í TheMexicanSquad.. Hvenær ferðu til Mexíkó ef ekki núna? Upphaldskostnaðurinn minn á Krít var 65.000 minnir mig. Hvert myndir þú vilja fara Dröfn?
Skrifa ummæli
<< Home