Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

7.23.2004

Búrfell - the place to be!

Sælt veri fólkið! Hvernig hafið þið það? Jú jú föstudagskvöld og örugglega allir í einhverju villtu partý að drekka frá sér vit og rænu! En ég sit bara hérna við tölvuna í Búrfelli og hef einhvern veginn ekki frá neinu að segja. Jú það var geðveikt mikil rigning í dag og þá kom sér vel að hafa keypt góðan útivistar/vinnugalla í vor. Furðulegt samt að þetta er fyrsta almennilega rigningin í sumar og sumarið er rúmlega háflnað! 7-9-13... best að vera ekki með svona yfirlýsingar! 
Mamma hringdi í mig í gær til þess að láta mig vita að hún væri eins langt frá mér á landinu og hún mögulega kæmist! Hvurslags eiginlega móðir á ég?!?!?! Já þau pabbi eru sem sagt bara á rúntinum um landið að leita uppi góða veðrið eins og í den. Ætli þau séu ekki bara fegin því að vera aftur orðin ung og barnlaus? Jah... setum samt smá spurningarmerki við "ung"!
Mín kemur bara snemma heim úr þessu úthaldi, við vorum nebbla að mæla til að verða 23 á þriðjudaginn svo við förum bara deginum fyrr heim... þannig að ég fæ næstum því viku í frí núna... og það er akkúrat verslunarmannahelgi :) Ef fólki langar að bjóða mér með sér í útilegu er það meira en velkomið... veit samt ekkert hvort ég þyggi boðið! Hey og já Siggi á afmæli á mánudaginn, 22 ára kappinn og ætli maður kaupi ekki eitthvað til að setja í afmælispappír? Jú og svo á Elfa Dröfn afmæli á þriðjudaginn og verður hún sömuleiðis 22 ára, stúlkan. Allt að gerast! Svona fyrirfram, ef ég skyldi gleyma að óska ykkur til hamingju á réttum degi: Til hamingju með afmælið ;)
Annars er ég bara að verða spennt að byrja í verkfræðinni. Fæ sennilega fartölvu og mun hafa það fínt. Reyndar verður þetta kannski svoldið strembið þar sem ég hyggst reyna að taka alla kúrsana á fyrstu önn ásamt því að vera í Tónó! En það getur nú varla verið verra en ég plana sjálf að hafa það! Og svo er Rakel vinkona að koma í bæinn og í háskólann, æ hvað það verður nú gaman að hitta hana oftar en venjulega! Og svo komust allir sem ég þekki sem fóru í læknisfræðiinntökuprófin inn :) Og þetta verður bara spennandi vetur, þrátt fyrir að það verði nóg að gera... og svo er það líka fríið í lok sumars sem á eftir að redda þessu alveg! Jebb Köben kallar :)  Þar sem ég hef mikið meira en nógan tíma til að íhuga það sem mig lystir í vinnunni hef ég eitt talsverðum tíma einmitt að plana næsta vetur og Köben-ferðina! Þetta er kannski ekki hollt að hafa svona mikinn tíma að hugsa um allt og ekkert... ég verð orðin rosalega innhverf þegar þessu sumri lýkur! Sjáum til...
En nú er þetta að verða bara hin fínasta færsla, sennilega sú lengsta í allt sumar og ég hafði bara talsvert meira að segja frá en mig grunaði!. En tími til komin að fara að kveðja! Ég óska Drífu góðrar ferðar og megi hún fara vel með sig og skemmta sér vel á slóðum hins lítt þekkta. Óska öllum sem komust í læknisfræðina til hamingju með það. Óska öllum öðrum gleðilegrar rigningar og mana ykkur að fara út að hoppa í pollunum! Þá er komið að smá gæðastund fyrir framan imbann (slíkar stundir hafa ekki gefist of oft í sumar) og með þessum orðum kveð ég ykkur í bili... Verið þið sæl ;)

7.15.2004

Home again!

Jebb komin heim en hef einhvern veginn ekkert að segja! Bara þreytt og sybbin og langar að leggja mig meira! En það er sumar... vaka og vinna muniði! Jú gæti nú svosem kannski farið út í garð að hjálpa föður mínum að smíða sólpall en það er nú ekkert voðalega spennandi veður til þess að smíða sólpall! En ég held ég láti mig nú bara hafa það. Hey já og 2 partý á föstudaginn, vonandi verð ég nú eitthvað hressari þá... ef ekki þá gerist ég bara hress! E'þaggi? Held það nú!
Ég á nú reyndar eitt leyndó sem ég gæti deilt með ykkur en þar sem það er leyndó ætla ég bara að geyma það þar til síðar að deila því með ykkur! Híhí... vonandi náði ég að gera þessa færslu eitthvað smá spennandi núna!
En nú ætla ég að fara að klæða mig eitthvað pínu betur og koma mér út til hans pabba míns. Sé ykkur síðar... BÆJÓ!

7.08.2004

Búrfell calling!

Hæ og hó! Jebb komst í tölvu hérna í Búrfelli þar sem við laumuðum okkur inn í húsið hjá vatnamælingafólkinu til þess að komast á netið og horfa á smá sjónvarp. Við erum núna í svona noskri "hittu" fyrir þá sem vita hvað það er. Þar er rafmagn af mjög skornum skammti og varla hægt að lesa á kvöldin, gaseldavél, já og ekkert sjónvarp eða útvarp! Hef það annars bara fínt, er að njóta þess mjög að vera hérna uppi á fjöllum í góða veðrinu að skoða okkar fallega Ísland. Verst að maður er farin að ryðga í 3. bekkjar jarðfræðinni og hver er betur til þess fallinn að minna mann á það en sjálfur Guðbjartur Kristófersson (http://www.ismennt.is/not/gk/jfr/ordskyr/). Jújú.... hitti kauða á fjöllum þar sem hann var að "gæda" með túrista :) Svaka stuð! En hvað sem jarðfræðinni líður þá jafnast ekkert á við svona útsýni!
Ég er að læra á tækið sem við notum til þess að mæla og virkar þetta allt voða spennandi á mig og jafnframt frekar skerí þar sem maður ber rosalega ábyrgð að vera svona mælingamaður. Maður fær alla vega að heyra það frá fólkinu á stöngunum ef maður klúðrar einhverju. En ætli maður rúlli þessu ekki bara upp? Hef nú reyndar ekkert voðalegar áhyggjur af því að ég eigi eftir að klúðra einhverju en ég á bara eftir að vera svo lengi að öllu! En æfingin skapar meistarann svo ekki er öll von úti enn.
Ég er ekki alveg að ná því að sumarið sé bara að verða hálfnað (eða meira... hætt að fylgjast með tímanum!). Það verður örugglega svoldið sjokk að mæta í bæinn þegar maður er hættur að vinna og vera bara að byrja í Háskólanum! En ég held nú reyndar að þessi útilega um síðustu helgi hafi gert góða hluti til þess að koma í veg fyrir að sumarið yrði ekkert nema bara vinna hjá mér. Þessi líka frábæra útilega! Ohhh algjör snilld... ekkert hægt að lýsa því frekar nema kannski bara.... DAGUR BJARNASON, DAGUR BJARNASON, DAGUR BJARNASON... Þeir skilja sem vilja! Er að spá í að reyna að gera bara eitthvað um verslunarmannahelgina svona einu sinni, gæti orðið gaman og líka að fá smá meiri vott af sumrinu! En já það kemur bara í ljós þegar nær dregur, það er nú ein frí-helgi áður en versló kemur!
En jæja nóg af blaðri, bið bara rosalega vel að heilsa ykkur öllum, vona að þið hafið það gott og njótið sumarsins! See you later!