Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

7.08.2004

Búrfell calling!

Hæ og hó! Jebb komst í tölvu hérna í Búrfelli þar sem við laumuðum okkur inn í húsið hjá vatnamælingafólkinu til þess að komast á netið og horfa á smá sjónvarp. Við erum núna í svona noskri "hittu" fyrir þá sem vita hvað það er. Þar er rafmagn af mjög skornum skammti og varla hægt að lesa á kvöldin, gaseldavél, já og ekkert sjónvarp eða útvarp! Hef það annars bara fínt, er að njóta þess mjög að vera hérna uppi á fjöllum í góða veðrinu að skoða okkar fallega Ísland. Verst að maður er farin að ryðga í 3. bekkjar jarðfræðinni og hver er betur til þess fallinn að minna mann á það en sjálfur Guðbjartur Kristófersson (http://www.ismennt.is/not/gk/jfr/ordskyr/). Jújú.... hitti kauða á fjöllum þar sem hann var að "gæda" með túrista :) Svaka stuð! En hvað sem jarðfræðinni líður þá jafnast ekkert á við svona útsýni!
Ég er að læra á tækið sem við notum til þess að mæla og virkar þetta allt voða spennandi á mig og jafnframt frekar skerí þar sem maður ber rosalega ábyrgð að vera svona mælingamaður. Maður fær alla vega að heyra það frá fólkinu á stöngunum ef maður klúðrar einhverju. En ætli maður rúlli þessu ekki bara upp? Hef nú reyndar ekkert voðalegar áhyggjur af því að ég eigi eftir að klúðra einhverju en ég á bara eftir að vera svo lengi að öllu! En æfingin skapar meistarann svo ekki er öll von úti enn.
Ég er ekki alveg að ná því að sumarið sé bara að verða hálfnað (eða meira... hætt að fylgjast með tímanum!). Það verður örugglega svoldið sjokk að mæta í bæinn þegar maður er hættur að vinna og vera bara að byrja í Háskólanum! En ég held nú reyndar að þessi útilega um síðustu helgi hafi gert góða hluti til þess að koma í veg fyrir að sumarið yrði ekkert nema bara vinna hjá mér. Þessi líka frábæra útilega! Ohhh algjör snilld... ekkert hægt að lýsa því frekar nema kannski bara.... DAGUR BJARNASON, DAGUR BJARNASON, DAGUR BJARNASON... Þeir skilja sem vilja! Er að spá í að reyna að gera bara eitthvað um verslunarmannahelgina svona einu sinni, gæti orðið gaman og líka að fá smá meiri vott af sumrinu! En já það kemur bara í ljós þegar nær dregur, það er nú ein frí-helgi áður en versló kemur!
En jæja nóg af blaðri, bið bara rosalega vel að heilsa ykkur öllum, vona að þið hafið það gott og njótið sumarsins! See you later!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home