Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

6.30.2004

Halló Reykjavík!

Jamm alltaf nóg að gera þegar maður kemur aftur í bæinn!!! Þarf að ná mér í nýtt debetkort, kaffihús með stelpunum, skrifa bréf til Þýskalands, klára bókina sem ég er að lesa svo ég geti byrjað á nýrri í næsta úthaldi, fara í heimsókn að skoða lítinn prins, útilega?, partý?, Keflavíkurflugvöllur! Fyrir utan allt annað sem ég á eftir að gera sem er ekki beint á dagskrá. En það fyrsta sem ég ætla að leyfa mér að gera er að fara í gott bað! Þar sem við vorum núna síðast í gistingu var svo léleg sturta að ég hef hreinlega ekki getað þvegið mér almennilega síðustu fimm daga!!! Hversu ógeðslegt er það??? Og afhverju er ég að deila því með ykkur??? Nóg um það... annar lúxus sem ég ætla að leyfa mér er að sofa út í fyrra málið :o)
Ég uppfærði pínu blogglistann minn... Finnur er aftur dottinn inn, uppfærði linkinn hans Konna og svona... ég bara nennti ekki að vesenast við meira svo það verður bara að bíða betri tíma.
Ef þið farið inn á bloggið hans Finns sjáið þið kannski að hann talar um að hann sé að keyra Toyota Hilux og virðist frekar svona stoltur... jafnvel pínu montinn??? Já ég vil nú bara segja honum það að ég keyri um á splunkunýjum Nissan Patrol á 36" dekkjum og er í jeppaleik alla daga ;o) Með splunkunýjum á ég við að þegar ég steig fyrst á bensíngjöfina (a.k.a olíugjöfina) þá var hann ekki einu sinni keyrður 200 km!!! En ég kemst aftur á móti örugglega ekki í eins góða sturtu og hann! But that is a price I´m willing to pay! (hver skyldi núna vera montin?) Júlímánuður verður sennilega bara fínn... Fjallabak nyðra, Landmannalaugar. En þá er það spurning með Placebo! Ég er eiginlega í miðju úthaldi þegar þessir blessuðu tónleikar verða og ætti því eiginlega ekki að komast... en það gæti samt verið smá smuga með hjálp góðra foreldra eða vina?!?!?! Er einhvern veginn í mun meira tövlustuði núna en síðast þegar ég kom í bæinn svo það gæti verið að ég líti við aftur áður en ég fer útúr bænum.
En ef ekki þá segi ég bara hafið það gott... hafið það bara gott hvort sem þið heyrið í mér innan fjögurra daga eður ei...
Sí jú gæs!

6.17.2004

Ég kem af fjöllum - bókstaflega!

Bárðadalur - Akureyri - Blönduós - Hrútafjörður - Borganes - Reykjavík... jamm ég er komin aftur í bæinn! Það er gaman að geta sagt að maður komi algjörlega af fjöllum varðandi eitthvað og meint það alveg bókstaflega! Eða þannig... var kannski ekki mikið uppi á fjöllum en þó það mikið að ég var ekkert í gsm - símasambandi. En jamm það var nebbla götugrill í götunni minni í gær og þegar ég er að fara út úr húsi þegar allt er komið í gang sé ég sem sagt að það er götugrill... ég er spurð hvort ég ætli ekki að vera með... ég segi... "ég var bara að koma af fjöllum og kem af fjöllum varðandi þetta götugrill!". Æ kannski ekkert svo fyndið! En nóg af lélegum bröndurum sem eru engan veginn viðeigandi í siðmenningu Reykjavíkurborgar! Gleðilegan þjóðhátíðardag! 17. júní bara gengin í garð með tilheyrandi veisluhöldum í miðborg Reykjavíkur... Er samt svo löt, nenni ekki að kíkja út úr húsi... sit bara uppi í sófa með fartölvuna og sængina mína, horfi á leikinn England - Sviss með öðru auganu en langar meira en allt að leggja mig í smá stund... en nei ætli ég verði ekki að fara að setja þvottinn minn út á snúru núna. Það er einhvern veginn alveg nóg að gera þessa fjóra daga sem maður fær í frí! Samt notalegt að fá að koma smá í bæinn... hitta kadlinn sinn og vini! En vá ég er alveg að lognast útaf svo ég held ég reyni bara að leggja mig þar til ég heyri pípið í þvottavélinni! Heyrumst bara síðar.... vonandi hittir maður bara á sem flesta þegar maður kíkir niður í bæ í kvöld! Reyni kannski að blogga pínu meira áður en ég hverf á fjöll aftur... en ef ekki... farið vel með ykkur ;) Bæjó!

6.05.2004

Sumarið er komið, svon' á þa' að vera!

Jamm... sumarið er sko komið! Ég er búin með fjóra vinnudaga og líkar bara ágætlega þó að þetta hefjist ekki fyrir alvöru fyrr en á mánudaginn. Þá verður keyrt langar leiðir, Reykjavík - Borganes - Hrútafjörður - Blönduós - Akureyri - Bárðadalur!!! Jamm... áfangastaðurinn er Bárðadalur! Þar mun ég eyða 10 dögu við að hallamælingar! Ætli það verði ekki bara fínt? Jú nema kannski öxlin gefi sig endanlega? Jamm ég fékk nebbla að kynnast smá þessum hallamælingum sem við eigum eftir að vera í allan júní og júlí í gær og öxlin á mér er í rúst. Málið er að maður gengur með þriggja metra háa stöng, ok allt í lagi með það, svo þarf maður að láta hana frá sér öðru hvoru og labba svo af stað aftur. Til þess að geta labbað með hana þarf maður að setja hana á öxlina á sér, og sem sannur viðvaningur hlýt ég að hafa beytt mér pínu vitlaust því ef ég verð svona eins og ég er núna eftir hvern einasta dag í 10 daga úthaldi þá dettur öxlin af á endanum! Vona að maður læri eitthvað betur á þetta þegar fram líða stundir :o) Annars er ég bara svona að fara að hafa mig til, finna töskur, nestisbox, spreyja skó með vatnsfælandi efni og svona! Þetta verður bara fínt! Vona að maður fái svo sól... það væri æði! En jæja ekkert hangs! Heyrumst bara að 10 dögum loknum.... þangað til þá.
Bless bless, ekkert stress, verið hress :o)