Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

6.30.2004

Halló Reykjavík!

Jamm alltaf nóg að gera þegar maður kemur aftur í bæinn!!! Þarf að ná mér í nýtt debetkort, kaffihús með stelpunum, skrifa bréf til Þýskalands, klára bókina sem ég er að lesa svo ég geti byrjað á nýrri í næsta úthaldi, fara í heimsókn að skoða lítinn prins, útilega?, partý?, Keflavíkurflugvöllur! Fyrir utan allt annað sem ég á eftir að gera sem er ekki beint á dagskrá. En það fyrsta sem ég ætla að leyfa mér að gera er að fara í gott bað! Þar sem við vorum núna síðast í gistingu var svo léleg sturta að ég hef hreinlega ekki getað þvegið mér almennilega síðustu fimm daga!!! Hversu ógeðslegt er það??? Og afhverju er ég að deila því með ykkur??? Nóg um það... annar lúxus sem ég ætla að leyfa mér er að sofa út í fyrra málið :o)
Ég uppfærði pínu blogglistann minn... Finnur er aftur dottinn inn, uppfærði linkinn hans Konna og svona... ég bara nennti ekki að vesenast við meira svo það verður bara að bíða betri tíma.
Ef þið farið inn á bloggið hans Finns sjáið þið kannski að hann talar um að hann sé að keyra Toyota Hilux og virðist frekar svona stoltur... jafnvel pínu montinn??? Já ég vil nú bara segja honum það að ég keyri um á splunkunýjum Nissan Patrol á 36" dekkjum og er í jeppaleik alla daga ;o) Með splunkunýjum á ég við að þegar ég steig fyrst á bensíngjöfina (a.k.a olíugjöfina) þá var hann ekki einu sinni keyrður 200 km!!! En ég kemst aftur á móti örugglega ekki í eins góða sturtu og hann! But that is a price I´m willing to pay! (hver skyldi núna vera montin?) Júlímánuður verður sennilega bara fínn... Fjallabak nyðra, Landmannalaugar. En þá er það spurning með Placebo! Ég er eiginlega í miðju úthaldi þegar þessir blessuðu tónleikar verða og ætti því eiginlega ekki að komast... en það gæti samt verið smá smuga með hjálp góðra foreldra eða vina?!?!?! Er einhvern veginn í mun meira tövlustuði núna en síðast þegar ég kom í bæinn svo það gæti verið að ég líti við aftur áður en ég fer útúr bænum.
En ef ekki þá segi ég bara hafið það gott... hafið það bara gott hvort sem þið heyrið í mér innan fjögurra daga eður ei...
Sí jú gæs!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home