Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

10.24.2004

Ótrúlegt en satt!

Já það er ótrúlegt en satt að það er ennþá til fólk í þessum stóra heimi sem les bloggið! Mér barst alla vega svona "þakkarorð" fyrir síðasta blogg :) Og viti menn þetta hafði slík áhrif að ég er farin að blogga aftur, í annað sinn í þessari viku!!! Já sá aðili sem var svona kátur með síðasta blogg hefur nú sjálfur heldur betur snúið við blaðinu á blogginu sínu og kom með krassandi sögu úr dagsins amstri, jah krassandi eða ekki krassandi? Þetta er alla vega allt í rétta átt skulum við segja!
Eiginlega eina ástæðan fyrir því að ég blogga núna er að ég var að klára heimadæmin mín í Línulegri algebru og rúmfræði sem mér þykir mikil gleði tíðindi. Reyndar á ég eftir að hreinrita þau en það mun nú ekki taka svo langan tíma.
Verst að maður þarf að sitja inni í þessu rosalega fallega veðri og læra, væri alveg til í að skreppa í göngutúr núna, eða jafnvel..... æ ég veit ekki alveg en þetta er alveg ekta skíðaveður... NEMA það vantar snjó!!! Úff en ef það væri snjór þá hefði ég örugglega bara gefið skít í öll heimadæmi og væri á skíðum, það kæmi sér nú ekki vel fyrir lærdóminn svo það er kannski bara gott að það sé enginn snjór!
En jæja... ég held að þetta sé komið nóg af bulli núna og ég ætti að fara að hreinrita heimadæmin og koma mér svo í næsta skammt af heimadæmum þar sem það verður langur skóladagur á morgun!
Hafið það gott og farið vel með ykkur, sjáumst síðar.... hress og kát.
Bæjó

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home