Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

8.20.2004

Jájá... Búrfell vænan!

Sælt veri fólkið! Hvað syngur svo í mannskapnum??? Sumir byrjaðir í skóla og aðrir ekki, sumir að fara að byrja í skólanum og aðrir ekki, sumir ekki alveg að fara að byrja í skólanum en það styttist þó óðum í það að þeir byrji og svo eru það þeir sem ætla bara ekkert í skóla alveg á næstunni! Pæliði í þessu... það er bara ALLT að gerast! Sumarið er brátt á enda og hvað... enginn 6-Y til að taka vel á móti manni eftir "langt og strangt" sumar! Oneinei, svoleiðis er það nú aldeilis ekki, hver að skottast í sínu horni við það sem stefnan var tekin á þegar leiðir okkar lágu fyrst saman! Úfff.... þetta er nú að verða meiri vellan hjá mér! Ég ætla ekki að kvelja ykkur meir.
Vinnan er bara að verða búin og um leið og vinnan er búin verður haldið í stutt sumarfrí til Köben og svo er það bara Háskóli Íslands sem kallar! Var að prenta út stundatöfluna mína sem ég skil ekkert í ennþá þar sem það eru ekki komnir upp hópalistar eða neitt... veit ekkert hvenær ég á að vera í skólanum... veit bara hvenær ég á ekki að vera í skólanum! En sennilega mun ég alltaf byrja kl. 8:15 sem er svosem allt í lagi en svo gæti það farið svo að ég verði ekki búin fyrr en kl. 18:50 á þriðjudögum!!! Jah... þetta kemur sennilega bara í ljós fyrr eða síðar! Annars bara orðin nokkuð spennt, búin að fá mann mér til aðstoðar við að forrita heimasíðu um leið og ég fæ eitthvað heimasvæði! Og já þetta lítur bara allt mjög vel út! En jú svo er ég kannski líka svoldið spennt fyrir Köben. Ég verð í 4 daga og ég er með alveg þétt skipað plan yfir það sem á/þarf að gera! En fyrst og fremst verður það öl på Strikið! Æ kann ekkert á þessa tölvu... ætlaði að gera svona danskt ö og alles en skil ekkert í þessu! En jæja... át yfir mig áðan og er þess vegna orðin alveg rosalega þreytt og syfjuð (meltingin að taka alla orku frá mér!) svo ég held ég skelli mér bara ofan í svefnpoka og lesi nokkrar blaðsíður í þessari draugasögu minni! Ég heyri bara í ykkur síðar, þótt síðar verði!
Hafið það gott, gangi ykkur vel í skólanum sem busar! Þið hin njótið lífsins, jú auðvitað þið líka sem eruð busar, ef þið getið!!! Sí jú, bæjó Spæjó!

1 Comments:

  • At 12:32 f.h., Blogger Elfa Dröfn said…

    Hæ skvís og takk fyrir síðast! Mikið rosalega var gaman að hitta þig aftur dúllan mín :) Við verðum svo að reyna að hittast eitthvað í Köben um næstu helgi, fá okkur öl á strikinu eða eitthvað.

     

Skrifa ummæli

<< Home