Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

2.09.2005

Nýtt útlit!

Já það er einhver bylgja að ganga yfir og fólk svona að fá sér nýtt "lúkk" á síðuna sína.... kannski er það bara vorið í loftinu eða eitthvað? Ég alla vega sá alveg ástæðu til að gera slíkt hið sama og hressa aðeins upp á síðuna mína! Vona að fólk eigi eftir að taka vel í þessar breytingar :)
Annars hef ég ekki bloggað lengi lengi!!! Og hef ég mínar ástæður og tel ég þær bara nokkuð góðar. Ég er búin að vera mega-dugleg í skólanum allt frá því við komum heim frá París. Hef jafnvel ekki sést heima hjá mér heilu og hálfu dagana því ég hef nýtt mér námsaðstöðu niðri í skóla undanfarið og hefur það gefist svo vel að ég held ég leggi þetta bara í vana minn! Þrátt fyrir óánægju foreldra minna! En svo hef ég heldur ekki haft neitt svakalega mikið að segja undanfarið... og ekki séð ástæðu til að eyða mínum annars dýrmæta tíma í að reyna að finna eitthvað sniðugt að segja! Þrátt fyrir annríkið og þennan mikla dugnað sem yfir mig hefur komið síðustu vikurnar á ég mér nú enn líf og sannaðist það best um síðustu helgi þegar blásið var til hátíðar í umhverfis- og byggingarverkfræðiskor. Tilefni hátíðarinnar var að fagna kennurunum og bar hátíðin nafnið Kennarafagnaður 2004... jájá ég er ekkert að rugla þetta var kennarafagnaðurinn 2004 því að honum hafði verið frestað þar til um síðustu helgi! Þetta var hin allra skemmtilegasta hátíð og gleðin mikil við völd. Það eru nokkuð hreinar línur að ég mun stunda þessa hátíð á mínum ókomnu árum í verkfræðinni. Þessir kennarar eru hreinasta snilld! En jæja... þar sem allt linka safnið mitt datt út við þessa andlitslyftingu síðunnar hef ég ákveðið að segja þetta gott af blaðri frá mér og snúa mér að því að laga linkana!
Hafið það gott... nær og fjær.
Bæjó