Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

1.26.2005

Komin heim... á klakann!

Jebb við erum komin heim úr mjög vel heppnaðri Parísarferð. Ég varð nú svolítið svekkt þegar ég sá að snjórinn var farinn af klakanum.... en París bætti upp fyrir það ;)
Við náðum að gera alveg ótrúlega mikið á þessum stutta tíma... ég gæti nú jafnvel sett inn nokkra punkta! Já ætli ég geri það ekki bara?

-> Föstudagur
Vöknuðum um miðja nótt og fórum út á völl. Sváfum í vélinni.. næstum alla leið. Vöknuðum glöð og kát lent í París. Tókum lest niður að Notre Dame og röltum í íbúðina hennar Söru sem var svo góð að leyfa okkur að vera hjá sér alla helgina. Þegar í íbúðina var komið var pakkað örlítið upp úr töskunum. Svo fór Sarah með okkur að kaupa helgar-pass í Metro og sýndi okkur fornleyfarnar undir Notre Dame. Svo fór hún heim og við skoðuðum Notre Dame og fórum upp í turninn. Þegar það var búið fórum við í Pompidou safnið sem er nýlistasafn Frakka. Það var bara alveg ótrúlega gaman. Svo röltum við aftur heim í íbúðina. Um kvöldið bauð Sarah okkur út að borða á einhvern pínku lítinn og kósý veitingastað. Svo var haldið heim að sofa.

-> Laugardagur.
Vöknuðum nú ekki eins snemma og við ætluðum okkur en það kom ekki að sök. Við fengum upplýsingar hjá Söru hvernig við gætum tekið strætó að Eiffel-turninum. Hoppuð upp í strætó og biðum svo í þrjú korter eftir því að komast upp í turninn! En viti menn... efsta hæðin var lokuð!!! En við fengum okkur heitt kakó og vöfflu svona í sárabætur á miðhæðinni. Það var nú ekkert slæmt útsýnið þaðan en við eigum toppinn samt eftir. Svo fórum við þaðan og löbbuðum að Sigurboganum sem var bara eins og á öllum myndum. Því næst var það Louvre. Það var ótrúlega gaman. Sáum Monu Lisu og fullt af flottu dóti! Gleymdum okkur alveg inni á Louvre og vorum komin inn í einhvern ranghalan þegar það var tilkynnt að það væri 15min. í lokun! Svo fórum við út að borða og settumst svo á pubinn.

-> Sunnudagur.
Vöknuðum nú ekkert sérlega snemma þennan daginn heldur. Komum okkur þó af stað á endanum og ferðinni var heitið í vísindasafnið. Það stóð nú ekki alveg undir væntingum enda eiginlega allt bara á frönsku! En þetta var samt alveg hreint ágætt... eyddum samt kannski aðeins of miklum tíma þar. Svo fórum við á Montmarte hæðina og skoðuðum Sacré Cæur sem var æði. Við fengum alveg rosalega gott veður þarna uppi á hæðinni og útsýnið var rosalega flott! Settumst svo inn á veitingastað og fengum okkur í goggin og fylgdumst með teiknurunum í listamannahverfinu teikna andlit ferðamannanna. Svo fórum við niður í bæ með Metró og ætuðum í siglingu á Signu en það var engin umferð á ánni svo við héldum að það væri ekki siglt á sunnudögum. Þá löbbuðum við bara að Pantheon sem er risastórt grafhýsi. Og svo vorum við nú bara alveg búin og fórum heim í háttinn.

-> Mánudagur.
Nú var vaknað snemma enda þurftum við að ná flugvélinni heim. Allt gekk eins og í sögu á leiðinni frá miðborg Parísar og heim til Íslands. Verst að snjórinn var farinn!

Ef einhverja langar að sjá myndir úr ferðinni get ég gefið þeim slóð inná myndasafnið... vil ekki alveg henda slóðinni sí svona út á veraldarvefinn.
Annars er bara rosalega gott að vera komin heim og allt að komast í sína réttu rútínu ;) Þó að ég hefði alveg verið til í að vera þarna í margar vikur í viðbót!!!
En nú er ég farin í bili... sjáumst

1.20.2005

9 tímar og 10 mínútur

Hvað segir þessi fyrirsögn ykkur? Jú einmitt það að þið verðið laus við mig úr landi eftir nákvæmlega þennan tíma (gefið að það verði engin seinkun á fluginu) þegar þessi bloggbútur er ritaður. Nánast allt tilbúið til að fara ofan í tösku. Upplýsingaöflunin sem fram fór á hinu gríðarstóra veraldarneti síðustu daga auk nokkurra mínútna sem fóru í það að skoða kort af borginni ættu að skila ágætis árangri í menningaleiðangrinum mikla til hinnar fögru borgar þar sem íbúar hafa sérlega litla þjónustulund (skv. Fréttablaðinu í dag). Jáh og þar sem ég hef nú lítið hitt minn ástkæra í vikunni sökum annríkis okkar beggja hef ég prentað út helstu upplýsingar um allt það markverðasta sem hægt er að skoða og útbúið einskonar ferðabækling fyrir hann að skoða í flugvélinni á leiðinni út (ef hann sefur ekki). Þá ættum við að geta valið það sem okkur langar helst að skoða. Ef hann sefur og les ekki bæklingin vel ég bara það sem við viljum skoða!!! Nei ætli hann viti ekki nokkurn veginn hvað hann langar til að sjá? En í alvöru talað held ég að ég hafi aldrei verið eins skipulögð fyrir neitt alla mína ævi eins og nú. Þó að það sé ekkert tímaplan þá er ég búin að tékka hvaða strætó og metró er best að taka til þess að komast hitt og þetta og hvenær hitt og þetta er opið og svoleiðis. Þetta verður æði sama hvernig það fer... nema kannski veðrið!
En jæja ekkert hangs! Verð að klára að pakka... sí jú on mondei!

1.10.2005

Gleðilegt nýtt ár og alles!

Jebb gleðilegt nýtt ár öll... og takk fyrir það gamla ;)
Það nýja byrjar sko ekki leiðinlega! Búin að mæta í 2 6-Y partý og skemmti mér konunglega í báðum. Hitti nokkra vel valda vini og spilaði Pictionary (sem ég sökkaði feitt í! Skil ekki alveg hvernig það gat gerst!). Og svo er skólinn bara byrjaður og mér er talin trú um að 2. misseri sé mun skemmtilegra heldur en það fyrsta, held í vonina! Og svo er það rúsínan í pylsuendanum!!! Ég er á leiðinni til....

Já já ég er bara á leiðinni til Parísar! Ég get nú varla sagt að mér finnist það neitt leiðinlegt! Ég er orðin eins og leiðinlegasti kennari við Sigga að segja honum að klára Da Vinci lykilinn áður en við förum, annars á ég eftir að kjafta frá öllu og hann fær enga ánægju út úr því lesa bókina! Vá hvað ég get tapað mér í að gera ferðaáætlanir og svoleiðis. Ég er búin að skoða nokkuð vel kort af París og er alveg sannfærð um að við getum leikandi notað Metro og RER (hraðlestina) því ég er farin að hallast að því að strætisvagnakerfið í Reykjavík sé eins flókið og það mögulega gæti verið.... það var alla vega ekkert mál að nota strætó í Köben og við tókum lest út á Kastrup eins og ekkert væri. Það er bara Reykjavík sem er svona snúin! But anyways... ég er orðin ansi spennt enda alveg bara örstutt þar til við förum! Verðum nú ekki lengi, bara svona langa helgi, förum út snemma á föstudagsmorgni og komum heim um miðjan dag á mánudegi ;) Ooooo hvað það verður gaman. Heilsa upp á Monu Lisu og svona!

Annars líst mér bara vel á þetta allt... komið árið 2005 og engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn... það er alla vega ekki kominn heimsendir ennþá :D
En jæja ég ætla að fara að hætta þessu bulli... hef nóg annað að gera!!!!
Hafið það gott... hvar sem þið eruð, verðið eða vilduð vera!
Sí jú gæs :)