Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

9.13.2005

Jamm... kominn vetur einu sinni enn!

Já já skólinn er kominn á fullt og veturinn nálgast. Stundataflan mín er mjög frábrugðin því sem ég hef kynnst hingað til þar sem ég er ekkert svo mikið í skólanum... en það er samt alveg nóg að gera við að læra heima og æfa sig fyrir tónó svona þannig að þið þurfið ekkert að hafa miklar áhyggjur að ég hafi OF mikinn tíma aflögu!!!
Ég var að kaupa mér sjónvarp! Já fyrsta sjónvarpið sem ég hef á ævinni átt er komið í hús og fer sennilega upp á vegg í kvöld ef ég get gert einhver vinnuskipti við pabba ;)
Það er svo mikill dugnaður í honum pabba mínum, ég er svo ánægð með hann! Hann er núna byrjaður í Tækniháskólanum, sem heitir reyndar orðið Háskólinn í Reykjavík. Ekki nóg með að hann er byrjaður þar, hann rekur fyrirtæki og hefur alltaf haft nóg að gera í því þannig að hann verður að teljast frekar hugaður að láta sig hafa það að fara í skóla líka!
En ég er líka rosalega ánægð með hann Sigga minn! Já kadlinn bara búinn að vera að spila með Sinfó síðustu vikur! Já já bara 23 og er aðaltúbuleikarinn í þessari stóru og stórgóðu hljómsveit!!! Geri aðrir betur! Búin að fara á tvenna tónleika og já get ekki sagt annað en ég átti rosalega stórt hjarta þegar ég sá kadlinn þarna uppi á sviði!!!
Geta það talist eðlilegar harðsperrur ef manni er illt líka á meðan maður er kyrr? Ég er svoleiðis að deyja í olnbogum og öxlum að ég þarf ekki einu sinni að hreyfa mig til að finna til. Og þegar ég hreyfi mig er eins og vöðvarnir séu að rifna inni í mér!!! Mér er svona eiginlega hætt að lítast á þetta!!! Hringi kannski í Tóta eða Rut við tækifæri ;)
Annars á amma Lilla afmæli í dag... kíki kannski til hennar í kvöld og knúsa hana, kannski fæ ég köku í staðinn ;)
Nú er þetta komið gott í bili... reyni kannski að láta heyra í mér fljótt aftur!
Síjú gæs!

6.16.2005

Úff það er sko komið sumar!

Jájá... ég fór að vinna strax eftir próf og því hef ég alveg látið það eiga sig að blogga. Prófin gengu flest bara vel og tvö sem gengu vonum framar svo ég get verið sátt. En já mín er bara búin að vera úti í blíðunni sem hefur verið síðan prófin byrjuðu... meira að segja þegar það rigndi hérna sunnan lands í nokkra daga var mín fyrir norðan í stuttbuxum og gerðist bleik á nefinu! Ég fór á reunion á Hvolsvöll sem var mjög skemmtilegt framan af... veit ekki með seinni partinn! Og svo var bara meiri vinna. Nú er Siggi minn kominn heim frá Afríkunni! Hann er sko besti kall í heimi! Hann kom mér rosalega á óvart. Þannig var að ég var að vinna norður í Kröflu þegar hann kom heim og ég var ekkert á leiðinni í bæinn fyrr en viku eftir að hann kom til landsins. Ég er alltaf að vinna í tíu daga samfleytt eins og kannski sumir vita, það þýðir að ég vinn annan hvern laugardag og sunnudag. Karlinn gerði sér lítið fyrir og keyrði alla leiðina norður í Kröflu (sem er sko alveg 100km lengra en á Akureyri) um síðustu helgi til að hitta stelpuna sína. Já það munaði minnstu að það hefði liðið yfir mig!!! Ég varð rangeygð og skrítin að sjá hann... Var nebbla alveg búin að tala við hann tvisvar í síma sama dag! Annað skiptið sagðist hann vera á leiðinni á línuskauta með Stein vini sínum og í seinna skiptið mátti hann ekkert vera að því að tala við mig því hann var að fara í bíó... og hann ætlaði svo bara að hringja þegar hann var búin í bíóinu. Þannig að ég var að bíða eftir símtali þegar hann birtist kallinn! Vá hvað það var skrítið en alveg ótrúlega gaman að sjá hann! Hann kann sko á þetta kallinn :)
Annars höfum við það bara ágætt í Kröflu. Við erum með RÚV og stöð 2 og svo getum við skroppið í sund. Svo er þetta svæði, Mývatn/Krafla alveg fullt af stöðum til að skoða... það er allt svo fallegt þarna. Einn maðurinn upp í Kröflu fór með okkur á leynistað Mývatnssveitarinnar! Já það er sprunga í hrauninu sem maður klifrar ofan í... þegar maður er komin ofan í sprunguna og það er orðið svolítið rökkur sér maður ótrúlega fallega blátt og tært vatn í botninum á sprungunni! Og vatnið er akkúrat það heitt að maður getur baðað sig í því!!! Þetta er einn ævintýraheimur! Það eru víst fleiri svona gjár þar sem maður getur baðað sig en þessi er víst fallegust og fæstir vita af henni! Ótrúlegt!
Jamm annars er ekkert meira að frétta. Bara rosalega ánægð að vera búin að fá Sigga heim úr Afríku og ætla að eyða ÖLLU fríinu mínu með honum! Hann er reyndar að vinna í dag en svo ætla ég að fá einkaleyfið á honum! Vonandi fæ ég það samþykkt ;)
En já þar sem það er nú svo æðilsegt sumar fyrir utan gluggan ætti ég ekkert að vera að hanga hérna inni í tölvunni... þess vegna er ég barasta hætt þessu og farin út í sumarið!
Hafið það gott lömbin mín!
Sí jú leiter!

5.09.2005

One to go!

Veit ekkert hvað er búið að vera að þessu bloggi síðustu daga en ef þú ert að lesa þetta er það væntanlega komið í lag!

Já já ég er bara alveg að klára þessa prófa-törn! Fer í síðasta prófið á föstudaginn og satt að segja hlakka ég bara pínu til að takast á við það og sjá hvernig mér eigi eftir að ganga ;) Ótrúlegt en satt. Skemmtilegt fag og þetta gæti eiginlega ekki verið fullkomnara próf til að enda á! En já það er sko alveg komin tími á síðasta próf... var í prófi í morgun og sat ALLA helgina frá c.a. 9:30 - 22:00 að læra. Og ef ég var ekki að læra þá settist ég við matarborðið, settist í sófann eða settist bara einhvers staðar. Öll þessi seta er sko farin að segja til sín núna... ég er að drepast neðst í mjóbakinu vinstra megin og það er farið að leiða alveg upp í öxl og farið að nálgast hálsinn ískyggilega... verð að stoppa þetta áður en það nær upp í haus því þá er ég alveg ónýt!!! Er að spá í að skella mér í sund eða ljós? En já ef ykkur langar að vita þá gekk prófið svosem alveg þokkalega! Engin 10-ja en við sjáum til ;)
En planið á föstudaginn er sko að fara í sund eða bara eitthvað skemmtilegt og fara snemma að sofa!!! Svo ætla ég að vakna tiltölulega snemma á laugardaginn og hafa það huggó í sólinni (ef það verður sól) og svo ætla ég að nýta mér dömudekrið sem ég fékk í afmælisgjöf. Ætla sem sagt að fara niður í Laugar á laugardaginn og láta dekra við mig. Svo ætla ég að bjóða honum Sigga mínum út að borða því ég á svo ekki eftir að sjá hann í heilan mánuð og svo ætlum við að skemmta okkur saman á próflokadjammi verkfræðinnar! Held að ég hafi aldrei verið með fullkomnara plan!!! Ohhh hvað ég hlakka til!!!
En nú er ég hætt þessu blaðri... ætla að skella mér í sundið eða ljósin og heyri svo bara í ykkur síðar!
Bæjó spæjó!

4.29.2005

Próf próf próf!

Jájá prófin eru bara alveg að skella á... og hvað er þá annað og betra að gera í lestrarpásum en að blogga pínu. Það var alla vega einu sinni alveg ómissandi þáttur í prófunum... að skrifa og lesa blogg! En ætli maður hafi ekki bara fullorðnast pínu? Ég fann alla vega ekki alveg þessa rosalegu blogg þörf koma yfir mig núna.. samt er ég að blogga :/ En já fyrir ykkur sem hafið áhuga þá fer ég í fyrsta prófið mitt á mánudaginn (2. maí) og klára svo 13. maí. Jájá 13.maí! Svakalega er ég kát með það... hef aldrei verið búin svona snemma! En kannski fer ég ekki að vinna fyrr en fyrstu vikuna í júní þannig að ég fæ kannski smá snemmsumarfrí... og þó.. það er svo mikið að gera hjá pabba að ég fer kannski að hjálpa honum eitthvað ef ég get.
Anyways... lærdómurinn er að sjúga allt vit úr manni.. eða kannski er maður bara að verða yfirfullur af viti að maður getur ekki sagt neitt af viti! Ætli þessi setning hafi ekki bara verið til vitnis um það!!!
Nú er ég farin... meinilla farin og búin að vera!
Bæjó

4.18.2005

Jájá... það er enn pínu lítið líf!

Já ég hef nú þannig séð ekkert fréttnæmt að segja sem ég má segja frá allavega en ég get hins vegar sagt frá bráðskemmtilegu djammi sem ég endaði á á föstudaginn...
Þannig var að Blásarasveit Reykjavíkur var að störfum síðustu tvær vikurnar og var æft stíft fyrir tónleika sem haldir voru í Langholtskirkju á föstudagskvöld. Komu nú fleiri en flestir höfðu þorað að vona og gengu tónleikarnir bara vonum framar. Bara heví stuð á tónleikunum, að spila þessa súru nútímatónlist sem var eiginlega bara farin að hljóma eins og fínasta rokk... alla vega stykkið hans Hilmars Jenssonar en hann hafði samið "Líðan eftir atvikum..." - tónverk fyrir rafgítar og blásarasveit. En já að venju hjá Blásarasveit Reykjavíkur er svo haldið brjálað partý til að fagna vel heppnuðum tónleikum. Veigar var mætttur í partýið og NÓG af honum!!! Jájá... þar sem mín hefur nú ekki dottið í það TALSVERT lengi (margir sem geta vitnað um það) þá þurfti nú ekki mikið til að gera mína hressa... og eftir nokkra bjóra var mín orðin HIN HRESSASTA!!! Já svo hress var kindin og reyndar nokkrur hjörð að partýið reyndist okkur ekki nóg... ákveðið var að rölta niður í bæ. Í upphafi var samt algjörlega óljóst hvert förinni var heitið... við enduðum á því að tékka á Hressó sem reyndist nú ekki alveg nógu hressó! Þá var ákveðið að rölta niður á Apótek þar sem ung stúlka, Ása tromp eins og ég kýs að kalla hana, vinnur part-time-job. Þar sem hún náttla þekkti allt starfsfólkið þarna var Veigar einnig á staðnum þeim og fórum við enn hressari út af Apótekinu en þegar við fórum úr partýinu. En við vorum hverngi nærri hætt...! Stefnan var tekin á Ara í Ögri þar sem félgi okkar Ásu var duglegur að gefa okkur "olnbogaskot" (ekki alveg viss á stafsetningunni). Svo þegar litið var í gegnum móðu Veigars glitti í tvo bekkjarfélaga úr grunnskóla og fleiri félaga úr grunnskóla! Mikið fjör að hitta þá og þvílíkir endurfundir!!! Jæja en hressleikinn tók sinn toll af orku svo það var aðeins farið að slökkna á okkur ákváðum við að gá hvort liðið sem eftir var í partýi væri komið niður í bæ. Nei nei liðið var enn í partýinu... jæja ekkert verra og við skunduðum aftur í partý. Á leiðinni var hin gómsætasta pizza og já... þá var mín bara alveg búin á því! Prinsinn á hvíta hestinum gerðist svo góður að stíga upp úr veikindum sínum örskamma stund fyrir lafði lokkaprúð sína og færði hana á baunina (eins og prinsessan á bauninni) og leiddi hana svo loks inn í draumaheiminn.
Já þannig hljómaði söngur sá...

Köttur úti í mýri
setti upp á sig stýri
úti er ævintýri...
Sé ykkur síðar:)

3.17.2005

Það er líf!

Já já ég er enn á lífi þó ég hafi ekki bloggað frá því 9.febrúar! Ég hef nú kannski ekki neina góða ástæðu í þetta sinn því ég hef verið löt í skólanum og eiginlega ekki gert neitt af viti!!! En ég held samt að það sem dró snögglega úr bloggþörf minni hér var að það er orðið "stöðugra samband" við vinina núna, þeir skilja sem vita af hverju ég set gæsalappir. Jamm, við erum orðin miklu duglegri, vinahópurinn úr MR, að hittast og "spjalla" saman reglulega. Sem er bara fínt og algjört æði ;) Við fórum meira að segja á skíði nokkur um daginn, það var líka æði. Varð samt fyrir smá vonbrigðum með Kónginn, nýju stólalyftuna í Bláfjöllum. Jú jú maður fer hratt upp, hærra upp og það komast fleiri í einn stól EN þessir blessuðu kláfar a.k.a kofar á vírnum eru bara til vandræða!!! Já það er svo erfitt að komast í þá og úr að það þurfti að stoppa lyftuna næstum í hvert einasta skipti sem einhver vogaði sér í þá. Samt mjög gott fyrir þá sem treysta sér ekki í stólinn. Þó það væru bara 4 kofar á vírnum þá fannst mér eins og lyftan stoppaði í hverri einustu ferð sem ég fór upp!!! En samt gaman. Úr nöldrinu...
Já það er sko gaman í tónlistinni núna! Kvintettinn alveg kominn á fullt aftur og "better than ever"! Já það er svo gaman að Jói heldur ekki aftur af sér og hringir á hverjum degi, oftar en einu sinni á dag, til að spurja hvort við getum haft æfingu um kvöldið. Ég myndi sennilega láta eins og Jói ef ég bara væri ekki svona mikið að reyna að halda aftur af mér!!! OG svo hef ég ákveðið að kaupa mér hljóðfæri frá BNA sökum þess hversu lágt gengið er. Já ég er að vinna í þessu ;)
En jæja... þó ég hafi ekkert að gera (er í eyðu í skólanum en gleymdi öllum lesbókum heima) þá held ég að ég láti þetta bara gott heita! Hef voða lítið að segja!
Ég lofa ekki annarri færslu alveg í bráð... það gæti liðið annar mánuður áður en þið heyrið í mér aftur! Kannski verð ég duglegri í sumar? Hver veit?
Sé ykkur síðar, bæjó!

2.09.2005

Nýtt útlit!

Já það er einhver bylgja að ganga yfir og fólk svona að fá sér nýtt "lúkk" á síðuna sína.... kannski er það bara vorið í loftinu eða eitthvað? Ég alla vega sá alveg ástæðu til að gera slíkt hið sama og hressa aðeins upp á síðuna mína! Vona að fólk eigi eftir að taka vel í þessar breytingar :)
Annars hef ég ekki bloggað lengi lengi!!! Og hef ég mínar ástæður og tel ég þær bara nokkuð góðar. Ég er búin að vera mega-dugleg í skólanum allt frá því við komum heim frá París. Hef jafnvel ekki sést heima hjá mér heilu og hálfu dagana því ég hef nýtt mér námsaðstöðu niðri í skóla undanfarið og hefur það gefist svo vel að ég held ég leggi þetta bara í vana minn! Þrátt fyrir óánægju foreldra minna! En svo hef ég heldur ekki haft neitt svakalega mikið að segja undanfarið... og ekki séð ástæðu til að eyða mínum annars dýrmæta tíma í að reyna að finna eitthvað sniðugt að segja! Þrátt fyrir annríkið og þennan mikla dugnað sem yfir mig hefur komið síðustu vikurnar á ég mér nú enn líf og sannaðist það best um síðustu helgi þegar blásið var til hátíðar í umhverfis- og byggingarverkfræðiskor. Tilefni hátíðarinnar var að fagna kennurunum og bar hátíðin nafnið Kennarafagnaður 2004... jájá ég er ekkert að rugla þetta var kennarafagnaðurinn 2004 því að honum hafði verið frestað þar til um síðustu helgi! Þetta var hin allra skemmtilegasta hátíð og gleðin mikil við völd. Það eru nokkuð hreinar línur að ég mun stunda þessa hátíð á mínum ókomnu árum í verkfræðinni. Þessir kennarar eru hreinasta snilld! En jæja... þar sem allt linka safnið mitt datt út við þessa andlitslyftingu síðunnar hef ég ákveðið að segja þetta gott af blaðri frá mér og snúa mér að því að laga linkana!
Hafið það gott... nær og fjær.
Bæjó