Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

11.28.2004

MR-ingar til Mexíkó!

Jamm ég gleymdi að nefna það hérna í síðustu færslu að ég fór inn á http://framtidin.mr.is í síðustu viku og datt þar inn á umræðuvef um 5.bekkjarferðina. Ég mæli nú bara með því að fólk lesi það frá upphafi til enda... mjög svona hvað á maður að segja... æ þið verðið bara að lesa það sjálf til að fatta hvað ég er að fara! En svona til að setja ykkur inn í málið þá var víst kosið um að fara til Krítar, Slóveníu og Mexíkó. Krít var víst ódýrasti kosturinn, einhver 70.000 kall og sami pakki og við fórum í. Í Mexíkó er allt innifalið.... 5 stjörnu hótel með mat og drykk allan tímann og kostar þetta aðeins 140.000kallinn!!! Já á umræðuvefnum eru miklar rökræður um það hvor kosturinn yrði ódýrar eftir allt... Krít eða Mexíkó??? Jú fólk vill kannski fara í einhverjar skoðunarferðir og verður kannski svoldið þreytt að borða alltaf á þessum sömu þremur veitingarstöðum á hótelinu í 2 vikur??? Að þurfa alltaf að borða úti og langt niður í bæ á Krít kostar líka sitt... og samkvæmt ræðumönnum á umræðuvefnum gæti upphaldskosnaður á Krít farið upp í 70.000kr. og þá er orðið jafn dýrt að fara til Mexíkó sem á að vera miklu meira spennandi.
Spennandi að fylgjast með þessu og skemmtilegt að lesa þessa umræðu... hvorugir ná að gera nógu vel grein fyrir máli sínu eða vilja ekki hlusta á það sem hinn var að segja og snúa út úr!!! Ótrúlega fyndið allt... Smá svona menntaskólastemmning ;)
Tékkið endilega á því...
Annars var það ekki fleira! Heyrumst bara síðar...
bæbb

2 Comments:

 • At 2:11 e.h., Blogger Ásdís Eir said…

  Ég væri líklega í TheMexicanSquad.. Hvenær ferðu til Mexíkó ef ekki núna? Upphaldskostnaðurinn minn á Krít var 65.000 minnir mig. Hvert myndir þú vilja fara Dröfn?

   
 • At 8:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Find out how your company rates by using a little known rating system!

  Is your company a Scam, Dud, Scheme, Fraud Or Good Opportunity?.

  95% of the money-making opportunities on the internet have been worked to death or are not suitable to be marketed through the internet. How does your company and/or opportunity rate… I’ll leave it to you to decide if your service, product and/or money making opportunity falls in this category.

  Hurry you may NOT be happy with what you will find!

   

Skrifa ummæli

<< Home