Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

9.06.2004

Smá svona byrjenda örðuleikar !!!

Jamm hver kannast ekki við það? Jebb, mætti í tíma í dag sem ég á ekkert að mæta í fyrr en eftir viku!!! Ég sem sagt fattaði ekki alveg prógrammið sem var svo vel skipulagt í verklegri eðlisfræði. Þannig er að á dagskránni eru 4 tilraunir, maður á að mæta aðra hverja viku og framkvæma eina tilraun í senn. Nema hvað, hvert "sett" (eins og Egill myndi orða það) saman stendur af fjórum hópum, ABCD, og mæta sem sagt alltaf tveir hópar í hvert skipti til að framkvæma sína tilraun. Það versta var að það fór alveg fram hjá mér að það eru A og C sem byrja og B og D verða ekki fyrr en í næstu viku... og þar lá hundurinn grafinn (vona að þetta sé rétt orðatiltæki hjá mér... er gjörn á að rugla þeim kjánalega eins og að segja "þetta er bara eins og belja út úr kú!"... í stað "eins og út úr kú" eða "álfur út úr hól"!!!). Ég er í hóp B!!!
En vá nú er ég búin að steypa og steypa eins og ég veit ekki hvað og ég efast um að nokkur lifandi sála skilji upp né niður í þessu öllu! En það sem mestu skiptir er að ég græddi þarna, á þessum aulaskap mínum, alveg heilan mánudagseftirmiðdag til að gera heimadæmi í stærðfræðigreiningu IB... en halló halló... hvað er ég þá að gera hér!!! Jú jú... ég ákvað að bæta mér upp tölvuskortinn um helgina og prenta út svona eins og vikuskammt af glósum í öllum fögum. Þannig að ég geri ráð fyrir því að ég sé löglega afsökuð! Svona á meðan ég bíð eftir að glósurnar skjótist út úr prentaranum!
En hvað er títt, fólkið frítt?
Hitti fólk á djamminu hægri vinstri um helgina! Fyrst var það vísindaferðir þar sem GREINILEGA var óhóflega drukkið og svo var það afmælisfest hjá einum ágætis snáða hér í borg og virtist gleðin einnig ríkja á þeim bænum... annars fyrir þá sem vilja vita þá var ég nú bara róleg alla helgina og hélt fast í bíllyklana! Við bætum úr því einhvern tíman á næstunni!
En jæja glósunum gengur vel þannig að ég fer að kveðja og segja skilið við þetta bull mitt núna. Held að ég hafi alveg misst hæfileikan til að blogga í sumar... maður er orðin svo innhverfur eftir þetta sumar!
En já jæja... Kveð ykkur í bili
Bæjó

P.s. Jói... linkurinn þinn er á leiðinni.... sem og allra hinna sem eiga eftir að fá link... svo fer ég nú vonandi bara að færa mig yfir á annað svæði... sjáum til... bæ!

1 Comments:

  • At 10:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég skulda þér snúð, má ég borga þér bjór í staðinn einhvern tímann þegar bíllyklarnir halda ekki svona fast í þig...

    Óli Margeirs

     

Skrifa ummæli

<< Home