Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

8.12.2004

Hiti&sviti!

Jebb... ég er bara á réttum stöðum á réttum tíma! Var í sundi í Árnesi þegar hitametið var slegið þar og svo er maður kominn í bæinn þar sem það er nú aldeilis ekki leiðinlegt að vera akkúrat þessa stundina! Og ég er í fríi!!! Ligg bara úti á palli og svitna til helvítis!!! Smekklegt ekki satt! Vantar bara að skreppa til Egilsstaða og þá er ég orðin góð þetta sumarið! Annars var sko ekkert smá flott uppi á Fjallabaki í þessu veðri, Frostastaðavatn alveg spegilslétt þannig að maður sá himinn og fjöll speglast mjög fallega í vatninu... og líka þessi fjöll! Eitthvað annað en gamla gráa Esjan þó hún geti nú alveg verið ágæt greyið! Veit nú eiginlega ekkert hvað ég hafði hugsað mér að skrifa um annað en dýrlega veðrið en ég geri ráð fyrir að allmargar bloggfærslur landans eigi einmitt eftir að dásama þann sama hlut! Þá vona ég nú bara að þið hafið það gott og passið ykkur á því að brenna ekki í sólinni. Ég sé ykkur kannski einhvers staðar í sundi, hver veit? En jamm ég held ég höndli þennan hita ekkert mikið lengur svo ég fer örugglega að stinga af inn í skuggann. Sí jú gæs!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home