Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

12.31.2004

Áramót


Gleðilega hátíð öll sömul!
Ég hef ekkert nennt að blogga neitt undanfarið enda bara leyft mér að liggja í leti ;) En það er enn einu sinni komið að áramótum og maður verður sífellt eldri og eldri... verður orðið gamalmenni áður en maður veit af!!!
Annars hef ég nú svosem ekkert að segja! Nema kannski:
Gangið hægt um gleðinnar dyr í kvöld, notið hlífðargleraugun þegar þið skjótið flugeldunum og verið góð hvert við annað.
Ég sé svo 6-Y hressann og kátann á morgun... sparið ykkur í kvöld og ekki vera alveg ónýt á morgun!!! Ykkur hin sé ég vonandi sem allra fyrst á nýju og fínu ári... hafið það gott og heyrumst síðar....

Gleðilegt ár!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home