Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

12.02.2004

Hvað er ég að spá???

Já hvað er ég að spá? Ég bara spyr! Klukkan er orðin 1 eftir miðnætti og ég er eitthvað að asnast við að blogga! Af hverju er ég ekki að spara mína dýrmætu orku til morgun dagsins og af hverju er ég ekki farin að sofa, hlaða batteríin? En yfir höfuð hvað er ég barasta að gera á fótum svona seint? Æ þetta er nú kannski ekki svo seint. En það verður að teljast svoldið seint þegar ég hef ekki verið að gera neitt af viti síðustu klukkutímana, er drulluþreytt og hefði auðveldlega getað sofnað fyrir löngu síðan!
Ég held samt hvað það er sem "heldur fyrir mér vöku". Í fyrsta lagi vorum við að klára jarðfræðiverkefnið í dag og það var rosalega gott að ná því loksins. Var orðin svona svoldið pirruð á þessu... þetta gekk svo hægt. En svo er það hitt ég get hugsað endalaust mikið um það hvað ég ætti að vera gera en geri ekki. Svona eins og hvað ég gæti verið að læra, það eru nú ekki nema 10 dagar í fyrsta próf!!! Kannski er eitt í viðbót sem er að hrjá mig núna. Ég get hlustað endalaust á þetta kvintett stykki sem við erum að fara að spila því nú er ég komin með nótur af því!!! Er reyndar ekki ennþá farin að prófa að spila það sjálf en það gerist fljótt! En jæja... já jæja! Ég held ég þurfi ekki að segja meira.... ég er farin að sofa... loksins!
Hafið það gott og gangi ykkur vel í prófunum :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home