Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

11.05.2004

Lítið sem ekkert!

Jebb... ég held ég hafi svo sem eiginlega ekki neitt að segja núna! Skólinn bara alltaf á fullu og stoppar aldrei en það sama er nú ekki hægt að segja um mig! Ég er búin að vera svo slöpp eitthvað síðustu vikuna... og stefnir í vikurnar! Ég hef ekki getað vakað í öllum tímum dagsins eins og mér hafði tekist svo vel hingað til og þetta er bara allt á hraðri niðurleið hjá mér og þykir mér það afar miður! Ég hef meira að segja skroppið í nærliggjandi hús í götum mínum og skriðið undir sæng! Og já kannski náð einhverjum klukkutíma svefn í hvert skipti sem dugir þó skammt... en þó til að lifa af skóladaginn! Mamma keypti einhverja sport-þrennu um daginn því það var einhver sem lofaði henni því að hún yrði eins spræk og ég veit ekki hvað... hún hætti þó snarlega við að taka þrennunna þegar hún sá hversu strórar töflurnar eru og þegar hún fattaði að ein af þessum stóru stóru töflum var lýsisperla!!! Það er nebbla eins með mig og mömmu að við kúgumst og kúgumst þegar við sjáum þennan viðbjóð! En já nú er ég kannski komin örlítið út fyrir efnið því að það sem ég ætlaði að segja var að þar sem þessi sport-þrennu pakki stendur óopinn inni í skáp stendur mér til boða að nota hann að vild! Ég veit ekki hvort það eigi eitthvað eftir að gerast? Ég meina ég á engar góðar minningar um lýsi og lýsi er bara ógeðslegt! Svo hef ég líka frekar litla trú á svona vitamínum í töfluformi! Ég trúi því að maður eigi bara að borða hollan og góðan mat og þá þarf maður engar áhyggjur að hafa varðandi auka inntöku á vitamínum! En það er sennilega bara mín speki... vona bara að hún komi mér ekki í koll!
En jæja þá er að hrista af sér slenið og berjast fyrir lífi sínu í dæmatíma í Línulegri algebru og hnitarúmfræði!
Sí jú leiter gæs!

1 Comments:

  • At 2:04 e.h., Blogger Finnur said…

    kaffi kaffi kaffi kaffi..já já já já já já..mar skellir bara einn könnu í sig og það stöðvar mann ekkert..EKKERT!!!

     

Skrifa ummæli

<< Home