Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

11.17.2004

Jólasnjór?

Já ég vona það svo sannalega að þessi snjór eigi eftir að duga fram að jólum... eða alla vega að jörðin haldist hvít þar til þá! En ef ekki held ég barasta að ég leyfi mér að fara í smá jólaskap núna.... ég er hvort eð er í prófum fram til 21. des svo ég get alveg eins tekið smá út af jólunum núna áður en ég sekk mér alveg á bólandi kaf í jólapróf!
Þetta er yndisleg! Ég elska snjó! Snjórinn og ég ;)
En ég held að það elski ekki allir snjóinn jafn mikið og ég... síminn minn er þykjustu-dauður! Jebb hann vildi ekki opna augun í morgun og hefur ekki enn opnað þau! Ég hef lent í þessu áður en það hefur alltaf lagast um leið og ég fikta eitthvað í honum en núna vill hann ekkert með mig hafa!!! Málið er það að það er kveikt á honum og hann virkar sennilega að öllu leyti nema því að skjárinn sýnir ekkert! Ég gat hringt heim í morgun (þó að það hafi ekki sést á skjánum að ég hafi verið að hringja) og svo gat ég kveikt og slökkt á honum en ekkert gerðist! Ég held ég fari bara upp í símabúð á eftir og heimti nýjann!!! Hann er ekki einu sinni orðinn ársgamall þessi sími!!! Svo keypti Siggi sér alveg eins síma í sumar og skjárinn á símanum hans hefur alltaf verið mun betri.... miklu skýrari myndir og alles! Hann er örugglega eitthvað gallaður þessi sem ég á!
En að öðru... ég fann vettlingana mína aftur áðan! Mikið er ég glöð! Við erum sko að tala um skrýtnu vettlingana... þessa bleiku, brúinu, appelsínugulu og fjólubláu sem eru eins og broddgeltir! Ég gleymdi þeim einhvern tíman í haust í háskólabíói að ég hélt en hafði ekkert gert til þess að reyna að leita þá uppi... þurfti svosem ekkert svo mikið á þeim að halda fyrr en nú, en samt saknaði ég þeirra sárt. Svo fór ég niður í matsölu stúdenta í háskólabíó áðan... ætlaði að kaupa mér eina kókó-mjólk og sé þessa rosalegu röð, á klink svo ég ákveð að troða mér framfyrir í röðinni!!! Næ mér í kókó-mjólk og lendi einhvern veginn á bakvið búðaborðið vegna mannfjöldans inni í þessari litlu matsölu og rek þá augun í eitthvað kunnulegt sem liggur eitt og einmana í stórum kassa.... OG viti menn? Voru þetta ekki bara mínir ástkæru vettlingar??? Jújú ég er nú hrædd um það! Ég var svo glöð að ég teygði mig ofan í kassann eftir vettlingunum og geðshræringu minni gleymdi ég að borga fyrir kókó-mjólkina!!!! (Nei samt ekki.... gerir söguna bara ennþá meira krassandi ;) ) En nú er ég líka staðráðin í að passa vel upp á vettlingana mína.... því ég týndi vettlingunum hans pabba líka um daginn niðri í háskóla! Er ekki ennþá búin að segja honum það og er bara að spá í að kaupa bara nýja handa honum... enda voru það svo sem ekkert merkilegir vettlingar, bara svartir flísvettlingar! Skrepp í Byko eða eitthvað á eftir til þess að redda þessu fyrir kallinn.
En jæja ég veit ekki hvaðan þessi ritræpa kom... en hún dugði aldeilis vel í eina bloggfærslu að þessu sinni! Ég held að kvótinn sé samt búinn í dag.
Hafið það gott nær og fjær.... og gleðilegan jólasnjó :)
Bless í bili

(P.s. ég borgaði kókó-mjólkina ef þið voruð ekki búin að átta ykkur á því!)

2 Comments:

  • At 3:48 e.h., Blogger Elfa Dröfn said…

    aha, þú segir okkur það.... Dröbba gangster ;)

     
  • At 2:52 e.h., Blogger Ásdís Eir said…

    Ég talaði við konurnar sem sjá um matsöluna og þær voru að tala um ungan vettlingaþjóf sem hafði líka stolið kókómjólk. Dularfullt.

     

Skrifa ummæli

<< Home