Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

11.27.2004

Jólaskapið!

Jæja hvað er títt? Það er gott að hafa þráðlaust internet heima hjá sér þegar maður sparkar óvart svo fast í stól að maður getur ekki gert neitt annað en að leggjast upp í sófa að vorkenna sjálfum sér! Vá þetta var svoldið löng setning!!!
Það er nú svona hitt og þetta búið að gerast síðan síðast. Til dæmis fór ég í Thanksgiving matarboð á fimmtudaginn. Það var æðislegt og algjörlega eins mikið ekta og ég gat ímyndað mér! Allt eins og í sjónvarpinu, kalkúnn með ljúffengri stuffing, æðislega gott sweet potato-pie, trönuberjasósa og bara allt. Ég held ég geti sagt það fyrir víst að ég var ekki sú eina sem borðaði yfir mig af þessum veislumat... þetta var ótrúlega gott!
Ég ákvað að skrá mig í vísó sem var í gær en til þess að komast í hana þurfti ég að biðja Hring um að skipta við mig um tíma uppi í tónó. Það var ekkert mál en þar sem ég var nú ekkert með neitt svakalega mikið að æfa þessa vikuna ætluðum við Ásgeir að slútta tímanum með því að spila nokkra dúetta. Þegar Geiri er frammi á gangi að leita að dúettunum (sem hann btw fann ekki) birtist Hringur og við ákveðum að taka bara svona eins og eitt tríó. Vá hvað það var gaman... þetta var svona hálf-modernískt tríó með alls konar talningar challenge og vá það var bara rosalega gaman... svo gaman að ég missti af rútunni í vísó og endaði á því að fara keyrandi niður í Eimskip. Hitti Sigga niðri á höfn þar sem hann átti að fara að vinna (hjá Eimskip) og hann sagðist ætla að koma þegar hann væri búin í vinnunni. Ég sé hvar rútan kemur og elti mannskapinn inn. Stuttu seinna birtist Siggi aftur! Jebb hann var barasta kominn í vísó... heyrðu þá hafði hann víst verið látinn vita um morguninn (þegar hann var ekki alveg vaknaður) að hann þyrfti ekkert að vinna. Hjá Eimskip voru góðar veitingar og barasta fínasta fjör. Þá var haldið niður á Pravda og horft á Idolið og sötraður bjór. Svo var ég þar bara nánast það sem eftir var kvöldsins... og var allt í einu orðin "barnapía"... var ekkert alltof sátt við það en það reddaðist. Djammið fór semsagt aðeins út um þúfur við það að vera "barnapía" en annars barasta alveg ágætt. Ég meina þegar maður hefur varla djammað í hálft ár er það nú barasta fín tilbreyting allt í einu að rifja upp gamla og góða daga með bakkusi :)
En jæja.... jólaskapið er alveg að hellast yfir mig þessa stundina! Langar í alvörunni að fara að ryksuga og baka og svoleðis! Kannski ég láti bara verða að því? Eða ég fari bara að læra? Æ við sjáum til...
En jæja ég held ég sé búin að jafna mig í tánni eftir stólasparkið áðan og geti farið að labba um aftur svo það er bara komið að kveðjustund.
Hafið það gott og ekki gera eitthvað sem ég myndi ekki gera!!!
Bæjó

P.s. óska Jóa innilega til hamingju með árangurinn úti í France :)

1 Comments:

  • At 12:02 e.h., Blogger Elfa Dröfn said…

    Úff.. það er hættulegt að koma með svona tónósögur.. ég fæ alveg sting í hjartað.. mig langar svo mikið að vera með :( Manstu Dröfn eftir jólunum í hittífyrra uppí Tónó þegar við, Svafa og Villi sátum ein uppí salnum eftir málmblásaraæfingu og sungum jólalög? oh.. happy times :)

     

Skrifa ummæli

<< Home