Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

8.26.2004

Halló halló hvað er að gerast!

Já já ég er að segja ykkur það að héðan í frá verður önnur hver færsla EKKI frá Búrfelli! Jamm hef lokið sumarstarfinu þetta sumarið og því komin tími á vetrarleg störf.... Skóla! En fyrst lesendur góðir er það stutt helgarferð til Kaupmannahafnar eins og traustir lesendur ættu að vera kunnugir um. Ég er svona á síðustu metrunum við að pakka... og það er bara tannburstinn sem á eftir að hoppa ofan í töskuna :) Svo þarf ég nú bara að fara að halla mér þar sem ég þarf að vakna "uper"-snemma til þess að sækja minn ástkæra úr vinnunni þar sem ég hef bíl hins áður nefnda undir höndum (jah... sé það nú reyndar ekki alveg hvernig það er hægt að vera með bíl "aktjúallí" undir höndunum!!!!). Eins og þið kannski sjáið er þreyta og svefnþorsti í bland við örlitla eftirvæntingu farið að hafa áhrif á skrif mín og alla þessa þvælu sem vellur upp úr mér!!! Því held ég að ég ætti að láta hér staðar numið og kveðja ykkur öll (eins og það sé bara allur heimurinn sem les þetta!!) og biðja ykkur vel að lifa.
Bless í bili....

P.S.: Góða ferð Elfa og gangi þér vel í Köben.... viss um að þetta sé satt með dönsku strákana, mana þig alla vega til að athuga málið vel!

P.S.S.: Eingyn ábirð tekyn á stafsstetnyngarvyllum!!!

1 Comments:

  • At 1:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þaka þjer firyr Dröfn. Góþa ferþ sömuleyðis. Vona aþ vyð hyttumst nú ý Köben! Jeg skal hava þeta meþ dönsku strakanna ý huga..

     

Skrifa ummæli

<< Home