Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

6.05.2004

Sumarið er komið, svon' á þa' að vera!

Jamm... sumarið er sko komið! Ég er búin með fjóra vinnudaga og líkar bara ágætlega þó að þetta hefjist ekki fyrir alvöru fyrr en á mánudaginn. Þá verður keyrt langar leiðir, Reykjavík - Borganes - Hrútafjörður - Blönduós - Akureyri - Bárðadalur!!! Jamm... áfangastaðurinn er Bárðadalur! Þar mun ég eyða 10 dögu við að hallamælingar! Ætli það verði ekki bara fínt? Jú nema kannski öxlin gefi sig endanlega? Jamm ég fékk nebbla að kynnast smá þessum hallamælingum sem við eigum eftir að vera í allan júní og júlí í gær og öxlin á mér er í rúst. Málið er að maður gengur með þriggja metra háa stöng, ok allt í lagi með það, svo þarf maður að láta hana frá sér öðru hvoru og labba svo af stað aftur. Til þess að geta labbað með hana þarf maður að setja hana á öxlina á sér, og sem sannur viðvaningur hlýt ég að hafa beytt mér pínu vitlaust því ef ég verð svona eins og ég er núna eftir hvern einasta dag í 10 daga úthaldi þá dettur öxlin af á endanum! Vona að maður læri eitthvað betur á þetta þegar fram líða stundir :o) Annars er ég bara svona að fara að hafa mig til, finna töskur, nestisbox, spreyja skó með vatnsfælandi efni og svona! Þetta verður bara fínt! Vona að maður fái svo sól... það væri æði! En jæja ekkert hangs! Heyrumst bara að 10 dögum loknum.... þangað til þá.
Bless bless, ekkert stress, verið hress :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home