Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

6.17.2004

Ég kem af fjöllum - bókstaflega!

Bárðadalur - Akureyri - Blönduós - Hrútafjörður - Borganes - Reykjavík... jamm ég er komin aftur í bæinn! Það er gaman að geta sagt að maður komi algjörlega af fjöllum varðandi eitthvað og meint það alveg bókstaflega! Eða þannig... var kannski ekki mikið uppi á fjöllum en þó það mikið að ég var ekkert í gsm - símasambandi. En jamm það var nebbla götugrill í götunni minni í gær og þegar ég er að fara út úr húsi þegar allt er komið í gang sé ég sem sagt að það er götugrill... ég er spurð hvort ég ætli ekki að vera með... ég segi... "ég var bara að koma af fjöllum og kem af fjöllum varðandi þetta götugrill!". Æ kannski ekkert svo fyndið! En nóg af lélegum bröndurum sem eru engan veginn viðeigandi í siðmenningu Reykjavíkurborgar! Gleðilegan þjóðhátíðardag! 17. júní bara gengin í garð með tilheyrandi veisluhöldum í miðborg Reykjavíkur... Er samt svo löt, nenni ekki að kíkja út úr húsi... sit bara uppi í sófa með fartölvuna og sængina mína, horfi á leikinn England - Sviss með öðru auganu en langar meira en allt að leggja mig í smá stund... en nei ætli ég verði ekki að fara að setja þvottinn minn út á snúru núna. Það er einhvern veginn alveg nóg að gera þessa fjóra daga sem maður fær í frí! Samt notalegt að fá að koma smá í bæinn... hitta kadlinn sinn og vini! En vá ég er alveg að lognast útaf svo ég held ég reyni bara að leggja mig þar til ég heyri pípið í þvottavélinni! Heyrumst bara síðar.... vonandi hittir maður bara á sem flesta þegar maður kíkir niður í bæ í kvöld! Reyni kannski að blogga pínu meira áður en ég hverf á fjöll aftur... en ef ekki... farið vel með ykkur ;) Bæjó!

1 Comments:

  • At 3:27 e.h., Blogger Jói said…

    En aedislegt ad thu ert byrjud ad blogga aftur nu sef eg rolegar!

     

Skrifa ummæli

<< Home