Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

5.30.2004

Stúdent!!!

Jamm "Dröfn, komin í höfn" eins og sagði í einu kortinu! Dröfn er barasta orðin stúdent! Hah, ekki amalegt það! Jamm það var nú alveg heljarinnar prógramm í kringum þessa útskrift! Finna föt, fara í klippingu/strípur, þrífa húsið, redda veitingum ofl. ofl. ofl.! Gekk samt allt vonum framar og dagurinn var í einu orði sagt FRÁBÆR! Veðrið var meira að segja bara þokkalega skaplegt! Þessi dagur mun seint gleymast, sem og dagurinn eftir (þ.e. dagurinn í gær). Svo ég útskýri það örlítið þá leyfði ég mér að sofa fram að hádegi og slappaði svo bara af fram að kvöldmat. Þá var nebbla komið að hinu bráðskemmtilega Júbílantaballi, þ.e. afmælisárgangar útskrifaðir úr MR sem og nýstúdentar hittust á Súlnasal og dönsuðu og skemmtu sér fram í rauðan dauðan, svo var það pulla á Bæjarins Bestu og heim til Óla í smá tjill og svo bara skriðið undir sæng og sofið eins lengi og ég mögulega gat! Yndislegt! En þrátt fyrir allt varð ég fyrir miklum vonbrigðum þegar ég opnaði ísskápin þegar ég vaknaði! EKKERT TIL!!! Mamma og pabbi fóru upp í sumarbústað þegar ég var á ballinu og þau tóku ALLT með sér!!! Alla afgangana úr veislunni, allt nammið.... ALLT!!! Pirr pirr... en það er allt í lagi ég er að fara upp á Minna og fæ að borða þar :) Og kannski maður fari bara líka á hestbak? Aldrei að vita. Það er eins og maður svífi á einhverju gleði skýi þessa dagana! Ekki leiðinlegt það! En ég er þá bara farin að láta mér líða vel eða bara láta mér leiðast því það er svo langt síðan ég hef leyft mér það... gæti orðið skemmtilegt?
En ég segi bara GLEÐILEGT SUMAR... hafið það gott.
Arrivaderci...

1 Comments:

  • At 6:49 e.h., Blogger Jon Ingvar said…

    Til hamingju með nafnbótina "Stúdent"! Er það ekki furðulegt að vera "stór" í einum vettvangi ;-)

     

Skrifa ummæli

<< Home