Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

3.17.2005

Það er líf!

Já já ég er enn á lífi þó ég hafi ekki bloggað frá því 9.febrúar! Ég hef nú kannski ekki neina góða ástæðu í þetta sinn því ég hef verið löt í skólanum og eiginlega ekki gert neitt af viti!!! En ég held samt að það sem dró snögglega úr bloggþörf minni hér var að það er orðið "stöðugra samband" við vinina núna, þeir skilja sem vita af hverju ég set gæsalappir. Jamm, við erum orðin miklu duglegri, vinahópurinn úr MR, að hittast og "spjalla" saman reglulega. Sem er bara fínt og algjört æði ;) Við fórum meira að segja á skíði nokkur um daginn, það var líka æði. Varð samt fyrir smá vonbrigðum með Kónginn, nýju stólalyftuna í Bláfjöllum. Jú jú maður fer hratt upp, hærra upp og það komast fleiri í einn stól EN þessir blessuðu kláfar a.k.a kofar á vírnum eru bara til vandræða!!! Já það er svo erfitt að komast í þá og úr að það þurfti að stoppa lyftuna næstum í hvert einasta skipti sem einhver vogaði sér í þá. Samt mjög gott fyrir þá sem treysta sér ekki í stólinn. Þó það væru bara 4 kofar á vírnum þá fannst mér eins og lyftan stoppaði í hverri einustu ferð sem ég fór upp!!! En samt gaman. Úr nöldrinu...
Já það er sko gaman í tónlistinni núna! Kvintettinn alveg kominn á fullt aftur og "better than ever"! Já það er svo gaman að Jói heldur ekki aftur af sér og hringir á hverjum degi, oftar en einu sinni á dag, til að spurja hvort við getum haft æfingu um kvöldið. Ég myndi sennilega láta eins og Jói ef ég bara væri ekki svona mikið að reyna að halda aftur af mér!!! OG svo hef ég ákveðið að kaupa mér hljóðfæri frá BNA sökum þess hversu lágt gengið er. Já ég er að vinna í þessu ;)
En jæja... þó ég hafi ekkert að gera (er í eyðu í skólanum en gleymdi öllum lesbókum heima) þá held ég að ég láti þetta bara gott heita! Hef voða lítið að segja!
Ég lofa ekki annarri færslu alveg í bráð... það gæti liðið annar mánuður áður en þið heyrið í mér aftur! Kannski verð ég duglegri í sumar? Hver veit?
Sé ykkur síðar, bæjó!

2 Comments:

  • At 10:47 e.h., Blogger Jói said…

    En gaman að ég rambaði inná færlsuna sama dag og hún var skrifuð og þá er hún meiraðsegja um mig! En já, það er rétt. Í kvintett er gaman. Þó að það sé föstudagur á morgun þá væri ég nú alveg til í æfingu. Hvasseiru? ;)

     
  • At 9:54 f.h., Blogger Konráð said…

    Dröfn, ég er ekkert búinn að hitta þig!

     

Skrifa ummæli

<< Home