Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

1.26.2005

Komin heim... á klakann!

Jebb við erum komin heim úr mjög vel heppnaðri Parísarferð. Ég varð nú svolítið svekkt þegar ég sá að snjórinn var farinn af klakanum.... en París bætti upp fyrir það ;)
Við náðum að gera alveg ótrúlega mikið á þessum stutta tíma... ég gæti nú jafnvel sett inn nokkra punkta! Já ætli ég geri það ekki bara?

-> Föstudagur
Vöknuðum um miðja nótt og fórum út á völl. Sváfum í vélinni.. næstum alla leið. Vöknuðum glöð og kát lent í París. Tókum lest niður að Notre Dame og röltum í íbúðina hennar Söru sem var svo góð að leyfa okkur að vera hjá sér alla helgina. Þegar í íbúðina var komið var pakkað örlítið upp úr töskunum. Svo fór Sarah með okkur að kaupa helgar-pass í Metro og sýndi okkur fornleyfarnar undir Notre Dame. Svo fór hún heim og við skoðuðum Notre Dame og fórum upp í turninn. Þegar það var búið fórum við í Pompidou safnið sem er nýlistasafn Frakka. Það var bara alveg ótrúlega gaman. Svo röltum við aftur heim í íbúðina. Um kvöldið bauð Sarah okkur út að borða á einhvern pínku lítinn og kósý veitingastað. Svo var haldið heim að sofa.

-> Laugardagur.
Vöknuðum nú ekki eins snemma og við ætluðum okkur en það kom ekki að sök. Við fengum upplýsingar hjá Söru hvernig við gætum tekið strætó að Eiffel-turninum. Hoppuð upp í strætó og biðum svo í þrjú korter eftir því að komast upp í turninn! En viti menn... efsta hæðin var lokuð!!! En við fengum okkur heitt kakó og vöfflu svona í sárabætur á miðhæðinni. Það var nú ekkert slæmt útsýnið þaðan en við eigum toppinn samt eftir. Svo fórum við þaðan og löbbuðum að Sigurboganum sem var bara eins og á öllum myndum. Því næst var það Louvre. Það var ótrúlega gaman. Sáum Monu Lisu og fullt af flottu dóti! Gleymdum okkur alveg inni á Louvre og vorum komin inn í einhvern ranghalan þegar það var tilkynnt að það væri 15min. í lokun! Svo fórum við út að borða og settumst svo á pubinn.

-> Sunnudagur.
Vöknuðum nú ekkert sérlega snemma þennan daginn heldur. Komum okkur þó af stað á endanum og ferðinni var heitið í vísindasafnið. Það stóð nú ekki alveg undir væntingum enda eiginlega allt bara á frönsku! En þetta var samt alveg hreint ágætt... eyddum samt kannski aðeins of miklum tíma þar. Svo fórum við á Montmarte hæðina og skoðuðum Sacré Cæur sem var æði. Við fengum alveg rosalega gott veður þarna uppi á hæðinni og útsýnið var rosalega flott! Settumst svo inn á veitingastað og fengum okkur í goggin og fylgdumst með teiknurunum í listamannahverfinu teikna andlit ferðamannanna. Svo fórum við niður í bæ með Metró og ætuðum í siglingu á Signu en það var engin umferð á ánni svo við héldum að það væri ekki siglt á sunnudögum. Þá löbbuðum við bara að Pantheon sem er risastórt grafhýsi. Og svo vorum við nú bara alveg búin og fórum heim í háttinn.

-> Mánudagur.
Nú var vaknað snemma enda þurftum við að ná flugvélinni heim. Allt gekk eins og í sögu á leiðinni frá miðborg Parísar og heim til Íslands. Verst að snjórinn var farinn!

Ef einhverja langar að sjá myndir úr ferðinni get ég gefið þeim slóð inná myndasafnið... vil ekki alveg henda slóðinni sí svona út á veraldarvefinn.
Annars er bara rosalega gott að vera komin heim og allt að komast í sína réttu rútínu ;) Þó að ég hefði alveg verið til í að vera þarna í margar vikur í viðbót!!!
En nú er ég farin í bili... sjáumst

5 Comments:

  • At 10:18 e.h., Blogger Elfa Dröfn said…

    oh, væri sko alveg til í eina svona rómantíska Parísarferð :) Fúlt að þið skylduð ekki komast upp á topp í Eiffel.. það er nefnilega alveg geggjað!!! Ótrúleg upplifun að vera svona hátt uppi og finna hvernig turninn hreyfist (spúkí..I know..). Empire State náði ekki að toppa þessa tilfinningu.
    Ég er meira en til í að fá að sjá myndirnar :)

    ..en hver er annars þessi Sara sem var svo góð að leyfa ykkur að gista hjá sér? (Elfa forvitna)

    Anyway.. Vi ses skat!

     
  • At 6:37 e.h., Blogger Drofn Helgadottir said…

    Sarah er móðir John´s sem er bandarískur fornleifafræðingur og heimilisvinur á Minna-Mosfelli.
    En varðandi það að finna hvernig turninn sveiflast til þá er það alveg merkilegt með svona háa byggingu að hann sveiflast aðeins um 12cm þegar verst lætur... Og annað sem er merkilegt við turninn er að hann lengist meira en hann sveiflast! Hann getur lengst um allt að 15cm á heitum sumardegi! Já við byggingarverkfræðingarnir stúderuðum þessa hluti, viljum ekki vera þekkt fyrir annað! En þú hlýtur að hafa rosalega gott skyn á sveifluna eða þig hafi bara svimað svona hátt uppi því 12cm eru ekki neitt... Landsvirkjunar húsið á Háaleitisbraut sveiflast meira!!!
    En það er kannski bara ágætt að við komumst ekki upp á topp, við verðum bara að fara aftur seinna ;)

     
  • At 10:20 e.h., Blogger Elfa Dröfn said…

    ..mér fannst turninn nú aldrei sveiflast,enda tel ég mig nú ekkert vera með næmara sveifluskyn en annað fólk. Ég fann bara hvernig gólfið hreyfðist, dúaði vegna hitans, enda var 30 stiga hiti og glampandi sól daginn sem ég var þarna. Soldið erfitt að útskýra þetta..en ég fann hvernig plöturnar í gólfinu bylgjuðust, og ekki bara ég, við vorum nokkur þarna saman. Þetta var soldið sérstakt og bætti soldið við þessa upplifun:) Það er allt annað að standa svona hátt uppi í svona stálvirki eins og Eiffel heldur en í steypuklumpi eins og Empire State, þar var gólfið bara eðlilegt. Vona að ég hafi getað útskýrt mál mitt betur núna og þú skiljir hvað ég er að meina :) Ef ekki þá kannski fattaru mig þegar þú ferð alla leið upp og það er sól og hiti :) Efast ekki um að þú eigir það eftir :D Hafðu það gott frk. byggingaverkfræðinemi og skilaðu kveðju til Sigga... og farðu nú að koma á msn svo við getum spjallað almennilega stelpa!! miss you..

     
  • At 10:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    [B]NZBsRus.com[/B]
    No More Sluggish Downloads With NZB Downloads You Can Swiftly Find High Quality Movies, Games, MP3 Singles, Applications & Download Them at Flying Speeds

    [URL=http://www.nzbsrus.com][B]Newsgroup[/B][/URL]

     
  • At 6:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    You could easily be making money online in the undercover world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat traffic[/URL], You are far from alone if you have no clue about blackhat marketing. Blackhat marketing uses not-so-popular or not-so-known avenues to produce an income online.

     

Skrifa ummæli

<< Home