Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

1.10.2005

Gleðilegt nýtt ár og alles!

Jebb gleðilegt nýtt ár öll... og takk fyrir það gamla ;)
Það nýja byrjar sko ekki leiðinlega! Búin að mæta í 2 6-Y partý og skemmti mér konunglega í báðum. Hitti nokkra vel valda vini og spilaði Pictionary (sem ég sökkaði feitt í! Skil ekki alveg hvernig það gat gerst!). Og svo er skólinn bara byrjaður og mér er talin trú um að 2. misseri sé mun skemmtilegra heldur en það fyrsta, held í vonina! Og svo er það rúsínan í pylsuendanum!!! Ég er á leiðinni til....

Já já ég er bara á leiðinni til Parísar! Ég get nú varla sagt að mér finnist það neitt leiðinlegt! Ég er orðin eins og leiðinlegasti kennari við Sigga að segja honum að klára Da Vinci lykilinn áður en við förum, annars á ég eftir að kjafta frá öllu og hann fær enga ánægju út úr því lesa bókina! Vá hvað ég get tapað mér í að gera ferðaáætlanir og svoleiðis. Ég er búin að skoða nokkuð vel kort af París og er alveg sannfærð um að við getum leikandi notað Metro og RER (hraðlestina) því ég er farin að hallast að því að strætisvagnakerfið í Reykjavík sé eins flókið og það mögulega gæti verið.... það var alla vega ekkert mál að nota strætó í Köben og við tókum lest út á Kastrup eins og ekkert væri. Það er bara Reykjavík sem er svona snúin! But anyways... ég er orðin ansi spennt enda alveg bara örstutt þar til við förum! Verðum nú ekki lengi, bara svona langa helgi, förum út snemma á föstudagsmorgni og komum heim um miðjan dag á mánudegi ;) Ooooo hvað það verður gaman. Heilsa upp á Monu Lisu og svona!

Annars líst mér bara vel á þetta allt... komið árið 2005 og engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn... það er alla vega ekki kominn heimsendir ennþá :D
En jæja ég ætla að fara að hætta þessu bulli... hef nóg annað að gera!!!!
Hafið það gott... hvar sem þið eruð, verðið eða vilduð vera!
Sí jú gæs :)

4 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home