Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

10.21.2004

Jáh!

Jáh það má með sanni segja að það sé hreinlega með eindæmum hversu bagalegur þankaritari ég er orðin! Þetta hefur nú varla gerst í háa herrans tíð að ég bloggi ekki í langan, langan, langan tíma (fyrir utan í sumar þegar ég var náttúrulega löglega afsökuð í þeim efnum)... ég man nú bara eftir einni góðri bloggpásu alla mína bloggtíð... það var í jólaprófunum í fyrra þegar ég var tengd í gegnum upsaid og ég man að ég fékk margar áskoranir um að blogga eitthvað en ég stóðst þolraunina og bloggaði ekkert fyrr en prófin voru búin. Ég held samt að það fyrsta sem ég hafi gert eftir prófin hafi verið að blogga, bara klukkustundinni síðar! Jáh nú er öldin sko önnur! Ekki alveg eins metnaðargjörn og þá. En aftur á móti kemur að ég hef barasta verið mun duglegri við að stunda skólann, ég er alla vega farin að læra heima sem verður nú að kallast allgóðar framfarir... og vitið þið hvað? Ég held virkilega að maður uppskeri eins og maður sáir... ;) Nei svo slæmt var það nú kannski ekki alveg, þetta eru smá ýkjur en ástandið var samt mjög slæmt... ég skil varla ennþá hvernig ég fór að því að ná þessu blessaða stúdentsprófi og það var satt að segja ekkert svo hræðilegt!
En svo út frá þessum pælingum get ég sagt ykkur það að mér líkar verkfræðin alls ekki svo illa og ég held að ef mér mun ganga eins vel á jólaprófunum og ég vona að mér gangi þá eigi ég barasta eftir að útsrkifast sem umhverfis-og byggingarverkfræðingur eftir 3-3og1/2 ár. Já það væri ekki leiðinlegt! Samt er maður núna eitthvað aðeins að detta í grifju skammdegisins. Ég held að ég hafi aldrei náð að setja sama sem merki á þetta fyrr en nú, eða kannski meira svona leiðingar merki... skammdegi =>þreyta og slen! Það er farið að gerast ósjálfrátt að maður "sefur yfir sig" og leggur sig í 30 min. á daginn sem breytist síðan allt í einu í 2klst! Hef nú reyndar bara einu sinni lent í því nú síðan skammdegið fór að segja svona til sín að 30 min. breyttust í 2klst. Ég lærði af mistökunum... og þetta mun ekki koma fyrir aftur því þá er út um mig í vetur!
En jæja... ætlunin var ekki að over dose-a á blogginu heldur meira svona að láta vita að ég lifi enn, samt allt öðru lífi en fyrir ári síðan! Samt mjög gott og hamingjusamt líf sem ég lifi ef þið höfðuð einhverjar áhyggjur?
En nú er þetta barasta komið mikið meira en nóg og því kveð ég í bili og segi:
Bæbæ og hafið það gott öll nær og fjær!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home