Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

8.31.2004

Háskóli... here I come!

Jebb búin að fara til Köben og skemmti mér alveg hreint ágætlega (ágætt er betra en gott muniði!), borðaði góðan mat og slappaði af auk þess sem við tókum einn villtann dag í Tivoli. Byrjaði í skólanum í dag og þetta lítur alveg hreint ágætlega út. Komst samt að því að ég þarf að vera að minnsta kosti 2x í viku í tónlistarskólanum svo það verður alveg mikið meira en nóg að gera... eins og fyrri daginn! Æ ég er einhvern veginn svoldið tóm svo ég held ég láti þetta bara gott heita núna og líti við einhvern tíman seinna þegar betur liggur á mér.
Heyrumst

1 Comments:

  • At 2:19 f.h., Blogger Jói said…

    dss... 2 mætingar! 6+ mætingar hér vinan. Gaman að sjá þig í bloggheimum þú ert á síðunni minni. http://joitrompet.blogspot.com

    Kveðja, the joe

     

Skrifa ummæli

<< Home