Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

6.16.2005

Úff það er sko komið sumar!

Jájá... ég fór að vinna strax eftir próf og því hef ég alveg látið það eiga sig að blogga. Prófin gengu flest bara vel og tvö sem gengu vonum framar svo ég get verið sátt. En já mín er bara búin að vera úti í blíðunni sem hefur verið síðan prófin byrjuðu... meira að segja þegar það rigndi hérna sunnan lands í nokkra daga var mín fyrir norðan í stuttbuxum og gerðist bleik á nefinu! Ég fór á reunion á Hvolsvöll sem var mjög skemmtilegt framan af... veit ekki með seinni partinn! Og svo var bara meiri vinna. Nú er Siggi minn kominn heim frá Afríkunni! Hann er sko besti kall í heimi! Hann kom mér rosalega á óvart. Þannig var að ég var að vinna norður í Kröflu þegar hann kom heim og ég var ekkert á leiðinni í bæinn fyrr en viku eftir að hann kom til landsins. Ég er alltaf að vinna í tíu daga samfleytt eins og kannski sumir vita, það þýðir að ég vinn annan hvern laugardag og sunnudag. Karlinn gerði sér lítið fyrir og keyrði alla leiðina norður í Kröflu (sem er sko alveg 100km lengra en á Akureyri) um síðustu helgi til að hitta stelpuna sína. Já það munaði minnstu að það hefði liðið yfir mig!!! Ég varð rangeygð og skrítin að sjá hann... Var nebbla alveg búin að tala við hann tvisvar í síma sama dag! Annað skiptið sagðist hann vera á leiðinni á línuskauta með Stein vini sínum og í seinna skiptið mátti hann ekkert vera að því að tala við mig því hann var að fara í bíó... og hann ætlaði svo bara að hringja þegar hann var búin í bíóinu. Þannig að ég var að bíða eftir símtali þegar hann birtist kallinn! Vá hvað það var skrítið en alveg ótrúlega gaman að sjá hann! Hann kann sko á þetta kallinn :)
Annars höfum við það bara ágætt í Kröflu. Við erum með RÚV og stöð 2 og svo getum við skroppið í sund. Svo er þetta svæði, Mývatn/Krafla alveg fullt af stöðum til að skoða... það er allt svo fallegt þarna. Einn maðurinn upp í Kröflu fór með okkur á leynistað Mývatnssveitarinnar! Já það er sprunga í hrauninu sem maður klifrar ofan í... þegar maður er komin ofan í sprunguna og það er orðið svolítið rökkur sér maður ótrúlega fallega blátt og tært vatn í botninum á sprungunni! Og vatnið er akkúrat það heitt að maður getur baðað sig í því!!! Þetta er einn ævintýraheimur! Það eru víst fleiri svona gjár þar sem maður getur baðað sig en þessi er víst fallegust og fæstir vita af henni! Ótrúlegt!
Jamm annars er ekkert meira að frétta. Bara rosalega ánægð að vera búin að fá Sigga heim úr Afríku og ætla að eyða ÖLLU fríinu mínu með honum! Hann er reyndar að vinna í dag en svo ætla ég að fá einkaleyfið á honum! Vonandi fæ ég það samþykkt ;)
En já þar sem það er nú svo æðilsegt sumar fyrir utan gluggan ætti ég ekkert að vera að hanga hérna inni í tölvunni... þess vegna er ég barasta hætt þessu og farin út í sumarið!
Hafið það gott lömbin mín!
Sí jú leiter!

2 Comments:

 • At 4:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  hæ pæ... veistu að ég var á road trippi í maí og við tjölduðum á Mývatni og fórum að sprungunum en það var búið að taka stigann burt þannig að það var ekki hægt að baða sig! Fundum svo tvær í viðbót en þar var of heitt til að baða sig :( Hvað er málið... er búið að láta stigann aftur til að það sé hægt að fara í gjánna eða??? Því þá ætla ég sko þokkalega aftur á Road trip í sumar;) En jæja, frábært að heyra að það sé allt gott að frétta af þér og að Siggi sé komin aftur heim heilu og höldnu en ekki hálfétin af moskítóflugum eða bara ljónum... Líka gott að þú sért að fíla þig í vinnunni:P En hittumst sem fyrst og djammen sammen!!!
  Rut aka "the rocket" ;P

   
 • At 6:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hæ :D
  Þú heppin að vera svona mikið úti.. ég er varla búin að stinga hausnum í sól í sumar en það breytist nú fljótlega.. Æ hvað hann var mikið æði hann Siggi að láta sig hafa það að keyra alla leiðina til þín :D
  Við sjáumst fljótlega.. við verðum að fara í útilegu í sumar krakkarnir!!!

   

Skrifa ummæli

<< Home