Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

5.09.2005

One to go!

Veit ekkert hvað er búið að vera að þessu bloggi síðustu daga en ef þú ert að lesa þetta er það væntanlega komið í lag!

Já já ég er bara alveg að klára þessa prófa-törn! Fer í síðasta prófið á föstudaginn og satt að segja hlakka ég bara pínu til að takast á við það og sjá hvernig mér eigi eftir að ganga ;) Ótrúlegt en satt. Skemmtilegt fag og þetta gæti eiginlega ekki verið fullkomnara próf til að enda á! En já það er sko alveg komin tími á síðasta próf... var í prófi í morgun og sat ALLA helgina frá c.a. 9:30 - 22:00 að læra. Og ef ég var ekki að læra þá settist ég við matarborðið, settist í sófann eða settist bara einhvers staðar. Öll þessi seta er sko farin að segja til sín núna... ég er að drepast neðst í mjóbakinu vinstra megin og það er farið að leiða alveg upp í öxl og farið að nálgast hálsinn ískyggilega... verð að stoppa þetta áður en það nær upp í haus því þá er ég alveg ónýt!!! Er að spá í að skella mér í sund eða ljós? En já ef ykkur langar að vita þá gekk prófið svosem alveg þokkalega! Engin 10-ja en við sjáum til ;)
En planið á föstudaginn er sko að fara í sund eða bara eitthvað skemmtilegt og fara snemma að sofa!!! Svo ætla ég að vakna tiltölulega snemma á laugardaginn og hafa það huggó í sólinni (ef það verður sól) og svo ætla ég að nýta mér dömudekrið sem ég fékk í afmælisgjöf. Ætla sem sagt að fara niður í Laugar á laugardaginn og láta dekra við mig. Svo ætla ég að bjóða honum Sigga mínum út að borða því ég á svo ekki eftir að sjá hann í heilan mánuð og svo ætlum við að skemmta okkur saman á próflokadjammi verkfræðinnar! Held að ég hafi aldrei verið með fullkomnara plan!!! Ohhh hvað ég hlakka til!!!
En nú er ég hætt þessu blaðri... ætla að skella mér í sundið eða ljósin og heyri svo bara í ykkur síðar!
Bæjó spæjó!

3 Comments:

 • At 10:10 e.h., Blogger Elli said…

  pffff....! Verkur í mjóbakinu, segirðu? Ekkert sem gróft kynlíf getur ekki læknað!

   
 • At 12:29 e.h., Blogger Drofn Helgadottir said…

  Enda orðin miklu betri í bakinu ;)

   
 • At 12:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Siggi var búinn að segja mér að þú værir vinkona Drífu en ég er fyrst núna að tengja það við tenglalistann hennar. ... magnað.

  En með svona yfirferð á dæmum þá getur þetta ekki verið annað en snilldarkúrs og djöfull er ég klár á því að þú massar þetta próf.

   

Skrifa ummæli

<< Home