Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

4.29.2005

Próf próf próf!

Jájá prófin eru bara alveg að skella á... og hvað er þá annað og betra að gera í lestrarpásum en að blogga pínu. Það var alla vega einu sinni alveg ómissandi þáttur í prófunum... að skrifa og lesa blogg! En ætli maður hafi ekki bara fullorðnast pínu? Ég fann alla vega ekki alveg þessa rosalegu blogg þörf koma yfir mig núna.. samt er ég að blogga :/ En já fyrir ykkur sem hafið áhuga þá fer ég í fyrsta prófið mitt á mánudaginn (2. maí) og klára svo 13. maí. Jájá 13.maí! Svakalega er ég kát með það... hef aldrei verið búin svona snemma! En kannski fer ég ekki að vinna fyrr en fyrstu vikuna í júní þannig að ég fæ kannski smá snemmsumarfrí... og þó.. það er svo mikið að gera hjá pabba að ég fer kannski að hjálpa honum eitthvað ef ég get.
Anyways... lærdómurinn er að sjúga allt vit úr manni.. eða kannski er maður bara að verða yfirfullur af viti að maður getur ekki sagt neitt af viti! Ætli þessi setning hafi ekki bara verið til vitnis um það!!!
Nú er ég farin... meinilla farin og búin að vera!
Bæjó