Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

4.18.2005

Jájá... það er enn pínu lítið líf!

Já ég hef nú þannig séð ekkert fréttnæmt að segja sem ég má segja frá allavega en ég get hins vegar sagt frá bráðskemmtilegu djammi sem ég endaði á á föstudaginn...
Þannig var að Blásarasveit Reykjavíkur var að störfum síðustu tvær vikurnar og var æft stíft fyrir tónleika sem haldir voru í Langholtskirkju á föstudagskvöld. Komu nú fleiri en flestir höfðu þorað að vona og gengu tónleikarnir bara vonum framar. Bara heví stuð á tónleikunum, að spila þessa súru nútímatónlist sem var eiginlega bara farin að hljóma eins og fínasta rokk... alla vega stykkið hans Hilmars Jenssonar en hann hafði samið "Líðan eftir atvikum..." - tónverk fyrir rafgítar og blásarasveit. En já að venju hjá Blásarasveit Reykjavíkur er svo haldið brjálað partý til að fagna vel heppnuðum tónleikum. Veigar var mætttur í partýið og NÓG af honum!!! Jájá... þar sem mín hefur nú ekki dottið í það TALSVERT lengi (margir sem geta vitnað um það) þá þurfti nú ekki mikið til að gera mína hressa... og eftir nokkra bjóra var mín orðin HIN HRESSASTA!!! Já svo hress var kindin og reyndar nokkrur hjörð að partýið reyndist okkur ekki nóg... ákveðið var að rölta niður í bæ. Í upphafi var samt algjörlega óljóst hvert förinni var heitið... við enduðum á því að tékka á Hressó sem reyndist nú ekki alveg nógu hressó! Þá var ákveðið að rölta niður á Apótek þar sem ung stúlka, Ása tromp eins og ég kýs að kalla hana, vinnur part-time-job. Þar sem hún náttla þekkti allt starfsfólkið þarna var Veigar einnig á staðnum þeim og fórum við enn hressari út af Apótekinu en þegar við fórum úr partýinu. En við vorum hverngi nærri hætt...! Stefnan var tekin á Ara í Ögri þar sem félgi okkar Ásu var duglegur að gefa okkur "olnbogaskot" (ekki alveg viss á stafsetningunni). Svo þegar litið var í gegnum móðu Veigars glitti í tvo bekkjarfélaga úr grunnskóla og fleiri félaga úr grunnskóla! Mikið fjör að hitta þá og þvílíkir endurfundir!!! Jæja en hressleikinn tók sinn toll af orku svo það var aðeins farið að slökkna á okkur ákváðum við að gá hvort liðið sem eftir var í partýi væri komið niður í bæ. Nei nei liðið var enn í partýinu... jæja ekkert verra og við skunduðum aftur í partý. Á leiðinni var hin gómsætasta pizza og já... þá var mín bara alveg búin á því! Prinsinn á hvíta hestinum gerðist svo góður að stíga upp úr veikindum sínum örskamma stund fyrir lafði lokkaprúð sína og færði hana á baunina (eins og prinsessan á bauninni) og leiddi hana svo loks inn í draumaheiminn.
Já þannig hljómaði söngur sá...

Köttur úti í mýri
setti upp á sig stýri
úti er ævintýri...
Sé ykkur síðar:)

1 Comments:

  • At 10:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gaman gaman, djammmmmmm...
    Af hverju er ekki linkur inn á mína síðu?
    Pant vera memm í próflokadjammi;)

     

Skrifa ummæli

<< Home