Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

5.15.2004

Nú sér sko fyrir endan á þessu!

Jamm var í þriðja síðasta prófin í morgun. Gekk ekki alveg jafn vel og ég vonaði þar sem prófið reyndist vera frekar þungt og allir voru kvartandi og kveinandi þegar út var komið. En það besta er að það er búið!!! '
Þá eru bara munnlegu prófin eftir sem er bara æðislegt. Ég er reyndar að verða pínu stressuð fyrir þessari stærðfræði þar sem það er allra síðasta próf og það verður erfitt að halda sér við efnið alla leið til enda. En það er nauðsynlegt. Þessi stærðfræði er nú heldur ekkert leiðinleg svo það hjálpar pínu.
En nú eru það bara tónleikar eftir smá... svaka gaman. Svo ætla ég að leyfa skólabókunum að fá smá frí frá mér í kvöld og gera eitthvað allt annað... kominn tími til! Hvað myndu skólabækur annars gera í frítíma sínum? Ætli þær baktali mann... "ohhh hún er svo vitlaus, þurfti að lesa bls. 35 tíu sinnum til að skilja hana" eða eða "ohhh hún er svo lengi að lesa, ef hún væri ekki svona lengi að lesa þá væri ég sko löngu farin í sumarfrí til Spánar". Þessar skólabækur, algjörlega óútreiknanlegar! En þær fara nú alveg að losna við mig...
Hey já... mæli með því að fólk prófi að drekka gos með eyrnatappa þegar því leiðist... getur lífgað upp á daginn. Þau eru nebbla alveg ótrúleg þessi sms sem berast mér úr öllum áttum í prófatörninni... skemmtilegar pælingar, uppgötvanir og annað slíkt sem fólk vill deila með mér, það er æðislegt!
En blási blás... tónleikar!
Heyrumst síðar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home