Einu sinni enn... !

Tímabundin staðsetning fyrir heimspekilegan þankagang minn á veraldarvefnum.

5.13.2004

Já já... það nálgast!

Jamm og jæja það nálgast... endalok þessarar endavitleysu! Ohh hvað það verður notalegt!!! En segið mér nú eitt... veisla ekki veisla? Veislan gæti orðið heljarinnar partý og "at the same time" vesen og stress þó að foreldrar mínir lofi öðru. Ef ekki veisla gæti verið gott að fara út að borða með fjölskyldunni en það gæti orðið bara svolítið tómlegur dagur og þó... alveg nóg að gera þennan dag hvort eð er og búin að fá boð í aðra veislu? Hvað segið þið??? Hvað á ég að gera? Æ kemur allt í ljós.
Ég vil hér með þakka Konna enn einu sinni fyrir hans afar faglegu hjálp á tölvusviðinu. Eins og þið sjáið er komin svona mynd af mér hér til hliðar... Krítarmynd (þess vegna er ég svona útfjólublá!). Án Konráðs hefði mér ekki tekist að setja hana inn! Takk Konni :)
En í kvöld ætla ég að gerast smá menningarviti... skella mér á smá tónleika listahátíðar. St.Basil karlakórinn heldur hálftíma tónleika fyrir starfsmenn Landsvirkjunar og þar sem faðir minn stakk af ásamt bróður mínum til Boston fyrir tveimur tímum vantaði mömmu deit á tónleikana! Ekki amalegt það... vona ég!
Já og svo er það bara Júróvisjon á laugardaginn, hah! Já ég er búin að lofa mér í reiðtúr með manni sem vill sérstaklega fara þennan reiðtúr til þess að losna við allt fárið í kringum þetta! Annars hef ég ekkert þannig lagað á móti þessari keppni og vona meira að segja að Þjóðverjar vinni, þ.e.a.s. ef söngvaranum tekst vel til á keppninni sjálfri... flott lag... reyndar eitt af þeim fáu sem ég hef heyrt! En Íslendingum tekst alltaf að fara yfir strikið þó þeir reyni að vanda sig. Ég kúgaðist hreinlega um daginn þegar ég heyrði einhverja auglýsingu í útvarpinu sem endaði eitthvað á þessa leið: "Áfram Ísland, Áfram Jónsi!" Lítur voða sakleysislega út svona en hvernig maðurinn sagði þetta.... oj! Nóg um það!
Fyrst að ég er í svona miklu stuði við að skrifa (koma-mér-undan-því-að-læra heilkennið) þá langar mig nú að auglýsa smá kammertónleika í Háteigskirkju á laugardaginn kl. 14. Blásaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík heldur smá tónleika og mun ég taka þátt í þremur atriðum, öllum mjög flottum. Komi þeir sem geta og vilja! Fríkeypis!
En nóg af ég-nenni-ekki-að-læra blaðri... mér er víst ekki til setunnar boðið!
Kveð í bili... heyrumst síðar!

3 Comments:

 • At 4:29 e.h., Blogger Konráð said…

  Það var nú lítið.

   
 • At 6:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  pottþétt veisla!

  Elfa.

   
 • At 12:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ekkert helvítis veislukjaftæði, svoleiðis er bara vesen. Bara draga famíliuna út að borða og stofna svo til hópdrykkju um kvöldið. Þú verður bara einu sinni stúdent og það er sko betra að muna (ekki) eftir því sem mjög skemmtilegum og drykkfeldum degi.

  Nj-Óli

   

Skrifa ummæli

<< Home